Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á lögreglumann

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 17 ára gamlan karlmann og 24 ára gamla konu í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi hvort fyrir að ráðast á lögregluvarðstjóra á lögreglustöð í Hafnarfirði á gamlársdag í fyrra.

Karlmaðurinn skallaði lögreglumanninn tvisvar í andlitið og konan klóraði hann í andlitið og beit hann í hægri upphandlegg.

Hvorugt hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Dómurinn tók tillit til ungs aldurs fólskins og skilorðsbatt refsinguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert