Lögregla á Húsavík lagði hald á smygl úr rússnesku skipi

Rússneski togarinn Altair.
Rússneski togarinn Altair. Hafþór Hreiðarsson

Lögreglan á Húsavík lagði í gærkvöldi hald á tíu lítra af vodka og átta karton af sígarettum sem keypt höfðu verið um borð í rússneskum togara, sem er við bryggjuna á Húsavík.  Lögregla hafði afskipti af fólki í bíl í bænum sem hafði farið um borð og keypt áfengið. 

Að sögn lögreglunnar á Húsavík er um tollalagabrot að ræða og mega kaupendur búast við fjársektum.

Lögregla hefur áður haft afskipti af sama skipinu en að sögn lögreglu var lagt hald á 40 lítra af sterku áfengi og 1400 karton í skipinu árið 2006 þegar það var við höfn í Raufarhöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina