Margir Bretar vita ekki að Ísland er í Evrópu

Eru íslensku fossarnir í Ameríku??
Eru íslensku fossarnir í Ameríku??

Þótt Ísland hafi verið mikið í fréttum á Bretlandseyjum undanfarin misseri hefur sú umræða ekki náð eyrum allra þar í landi ef marka má könnun, sem breski hótelvefurinn LateRooms.com gerði meðal lesenda sinna. 11% þeirra sem svöruðu könnuninni vissu ekki, að Ísland var í Evrópu og flestir þeirra héldu að landið væri hluti af Norður-Ameríku.

Í könnuninni kom einnig fram, að 63% af fullorðnum Bretum þekktu innan við helming landa í Evrópu og það þótt um vinsæla áfangastaði væri að ræða. 45% gátu ekki bent á Sviss á korti, 15% á Spán, 11% á Frakkland og 8% á Ítalíu þótt meirihluti þátttakenda segðist hafa heimsótt að minnsta kosti eitt af þessum löndum. 

Þetta þarf þó ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess, að 62% Breta sögðust ekki skoða landakort áður en farið er í frí í Evrópu.

Frétt LateRooms.com  

mbl.is

Bloggað um fréttina