Yfirlæknir til rannsóknar

Yfirlæknir Réttargeðdeildarinnar á Sogni hefur verið settur af eftir að upp komst að hann lét ávísa ávanabindandi lyfjum á menn án þeirra vitundar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir málið í rannsókn hjá embættinu og óvíst hvenær endanlegrar niðurstöðu er að vænta. Lyfin sem um ræðir eru örvandi, amfetamín og methylphenidate (rítalín).

Ekki hefur verið leitt í ljós með óyggjandi hætti hversu miklu af lyfjunum var ávísað en talið er að það sé á milli eitt og tvö þúsund töflur. Þá liggur ekki fyrir hvernig lyfin voru notuð.

Yfirlæknirinn, Magnús Skúlason, var á síðasta ári sviptur leyfi til ávísunar svonefndra eftirritunarskyldra lyfja, var undir eftirliti landlæknisembættis og gat því ekki ávísað lyfjunum sjálfur. Til þess fékk hann aðra lækna. Matthías segir það hins vegar hafa verið gert í góðri trú, og eru þeir ekki undir rannsókn. Það er hins vegar maðurinn sem sótti lyfin í lyfjaverslanir.

„Þetta eru eftirlitsskyld lyf og þá verður að sækja lyfin og viðkomandi sýna skilríki. Þessi maður sýndi ávallt skilríki en svo þótti það undarlegt að hann væri alltaf að sækja lyf fyrir fleiri en einn og aðra en sjálfa sig,“ segir Matthías sem reiknar fastlega með að þætti mannsins verði vísað til lögreglu. Sá starfar ekki innan heilbrigðiskerfisins.

Lyfjunum var ávísað á menn sem lent hafa á glapstigum í lífinu, án þeirra vitundar.

Sem stendur er settur yfirlæknir á réttargeðdeildinni en erfiðlega gæti reynst að finna eftirmann. Ekki alls fyrir löngu var auglýst eftir geðlækni á deildina, en þá barst ekki umsókn. Að sögn Matthíasar verður reynt eins og hægt er að finna eftirmann og það sem fyrst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »