Skýrist á næstu dögum hvað verður um ísbjörninn

Fullvaxið bjarndýr var fellt við Þverárfjallsveg í morgun.
Fullvaxið bjarndýr var fellt við Þverárfjallsveg í morgun. mbl.is/Kristján

Það skýrist væntanlega á næstu dögum hvað verður um ísbjörninn sem felldur var í Skagafirði í dag, segir dr. Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Væntanlega verður björninn rannsakaður í bak og fyrir, magainnihald kannað og fleira í þeim dúr, segir Þorsteinn.

Björninn verður svo stoppaður upp, en kjötinu verður fargað þar sem um er að ræða friðaða dýrategund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert