Nemendur á suðvesturhorni stóðu sig best

Grunnskólanemendur í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi stóðu sig best í samræmdu prófunum, sem lögð voru fyrir nemendur í 10. bekk í vor. Nemendur í Suðurkjördæmi stóðu sig hins vegar verst, samkvæmt fyrstu niðurstöðum.

Í íslensku var meðaltal einkanna 6,8 í Reykjavík, 6,9 í Suðvesturkjördæmi, 6,5 í Norðvesturkjördæmi, 6,6 í Norðausturkjördæmi og 6,2 í Suðurkjördæmi. Meðaltal yfir landið allt er 6,7.

Í stærðfræði er meðaleinkunn 6,1 í Reykjavík, 6,3 í Suðvesturkjördæmi, 5,3 í Norðvesturkjördæmi, 5,5 í Norðausturkjördæmi og 5 í Suðurkjördæmi. Meðaleinkunn yfir landið allt er 5,8.

Í ensku er meðaleinkunn í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi 7,1,  6,5 í Norðvesturkjördæmi, 6,7 í Norðausturkjördæmi og 6,5 í Suðurkjördæmi. Meðaltal yfir landið er 6,9.

mbl.is

Bloggað um fréttina