Þjófur leikur lausum hala á Ísafirði

Það er eins gott að Ísfirðingar gæti þvottsins á snúrunum.
Það er eins gott að Ísfirðingar gæti þvottsins á snúrunum. Bæjarins besta

Þjófur leikur lausum hala á Ísafirði og hefur fatnaði verið stolið af þvottasnúrum víða um bæinn á síðustu dögum. Föt hafa horfið af snúrum í þvottahúsum fjölbýlishúsa, en snúrurnar hafa aldrei verið tæmdar heldur hefur verið tekin ein og ein flík inn á milli.

Hjá lögreglunni fékkst það staðfest að slík mál hefðu nýverið komið inn á borð hennar, en lögreglumenn vildu að öðru leyti ekki tjá sig um málið, samkvæmt frétt á vef Bæjarins besta.

mbl.is