Árni stefnir Agnesi

Árni Johnsen.
Árni Johnsen.

Árni Johnsen, alþingismaður, hefur ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, og krefst 5 milljóna króna miskabóta vegna ummæla, sem Agnes viðhafði um hann í morgunþætti Bylgjunnar nýlega. 

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Agnes sagði m.a. um Árna í morgunþættinum að hann væri hálfgert stórslys, dæmdur glæpamaður, hefði verið mútuþægur og dæmdur fyrir umboðssvik.

Stöð 2 hafði eftir lögmanni Árna, að þingmaðurinn hafi ákveðið að reyna að fá ummæli Agnesar dæmd dauð og ómerk þar sem þau hafi verið sérlega rætin og gróf aðför að æru Árna. Málið verður þingfest í byrjun september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert