Húsnæðisvandi 44 geðfatlaðra einstaklinga leysist

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Reykjavíkurborg tekur að sér framkvæmd allrar þjónustu við geðfatlaða í byrjun næsta árs. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag. Við sama tilefni var skrifað undir þjónustusamning um að borgin sinni leysi húsnæðisvanda 44 geðfatlaðra einstaklinga.


Reykjavíkurborg tekur að sér framkvæmd allrar þjónustu við geðfatlaða í byrjun næsta árs. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag. Við sama tilefni var skrifað undir þjónustusamning um að borgin sinni leysi húsnæðisvanda 44 geðfatlaðra einstaklinga.

„Þetta er viðamesta verkefni sem ríkið flytur yfir til sveitarfélaga á sviði þjónustu við geðfatlaða,“ sagði Jóhanna í ávarpi sínu og lýsti yfir mikilli ánægju með samkomulagið við borgina. Hún sagði afar miklu máli skipta að þjónustan verði á einni hendi.

Reykjavíkurborg tekur yfir m.a. verkefni Straumhvarfa, sem er átaksverkefni á vegum ríkisins, um uppbyggingu þjónustu og húsnæðis í borginni. „Framkvæmdum í Reykjavík verður flýtt og lýkur þegar á næsta ári, í stað ársins 2010. Með því leysist vandi 44 geðfatlaðra einstaklinga sem hingað til hafa búið á stofnunum eða hjá aðstandendum,“ sagði Jóhanna.

Þjónustusamningurinn er fyrsta skrefið í að færa alla ábyrgð á þjónustu við geðfatlaða frá ríki til borgarinnar. Jóhanna sagði að því fælust tímamót þar sem undirstrikaður vilji og áform ríkisstjórnarinnar um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga.

Samningurinn gildir til ársins 2010 og verður gerð úttekt á framkvæmdinni fyrir þann tíma. Niðurstöðurnar verða lagðar til grundvallar í viðræðum um framhald samningsins. Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun á samningstímanum verja 850 milljónum króna í stofnkostnað og rekstur þeirra verkefna sem borgin mun sinna.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »