Engin skipakoma fallið úr

Ferðir skemmtiferðaskipa til landsins hafa verið tíðar í sumar. Stærstu skipin eru yfir 100 þúsund tonn og eru tignarleg þegar þau sigla til hafnar, hvort sem er í Reykjavík eða á Akureyri.

Alls verða 84 skipakomur til Reykjavíkur í sumar og það sem af er hefur ekki ein einasta ferð fallið úr, að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Þetta er nokkuð óvanalegt því á þessum tíma árs geta veður orðið válynd á Atlantshafinu. Skipin hafa stundum tafist og af þeim sökum þurft að sigla fram hjá. Risaskip kom til Reykjavíkur um helgina, Sea Princess, sem er tæplega 78 þúsund tonn. Það tekur 2.016 farþega og áhöfnin er 850 manns. Settu farþegarnir svip á höfuðborgina.

Ágúst áætlar að farþegar með skemmtiferðaskipum í sumar verði um 60 þúsund talsins. Þar að auki séu 30 þúsund manns í áhöfn skipanna. Alls eru þetta 90 þúsund manns, sem ekki teljast til ferðamanna til landsins, af þeirri ástæðu að þeir kaupa sér ekki hótelgistingu. Hann kveðst hafa það á tilfinningunni að farþegarnir hafi verslað meira í sumar en áður, enda hafi þróun krónunnar verið þeim hagstæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »