Upplýsingaskilti um andarnefjur við Pollinn

Andarnefjurnar hafa leikið listir sínar á Pollinum undanfarnar vikur, Akureyringum ...
Andarnefjurnar hafa leikið listir sínar á Pollinum undanfarnar vikur, Akureyringum og öðrum til ómældrar ánægju. mbl.is/Hörður Geirsson

Sett hafa verið upp tvö skilti við Pollinn á Akureyri þar sem er að finna almennar upplýsingar, bæði á ensku og íslensku, um hvalategundina andarnefjur.  Tvær andarnefjur glatt Akureyringa og gesti bæjarins með veru sinni í Pollinum síðustu vikurnar og vona bæjarbúar að þær sýni ekki á sér fararsnið á næstunni.

Skiltin voru sett upp að frumkvæði Akureyrarstofu í samvinnu við Hvalasafnið á Húsavík. Á þeim segir um andarnefjur:

Andarnefja er allstór tannhvalur sem heldur sig mest fjarri landi þó raunar megi stundum finna hann nærri landi. Hún veiðir yfirleitt ein og lifir á fiski, sæbjúgum, krossfiskum en aðallega á smokkfiski. Andarnefja er einn besti kafarinn af hvölunum og getur kafað niður á 1000 metra dýpi og verið í kafi í allt að klukkustund.

Andarnefjur finnast umhverfis Ísland á sumrin, oftast á rúmsjó utan landgrunnsins. Við kelfingu er kálfurinn um 3 m á lengd, en fullorðinn tarfur getur orðið um 10 m langur og nær 10 tonn að þyngd. Andarnefjur geta orðið 40–60 ára gamlar. Andarnefjur eru mjög félagslyndar. Þær ferðast saman í litlum hópum, sýna skipaferðum mikinn áhuga og eru mjög spakar.

Andarnefjutarfar hafa aðeins tvær tennur sem vaxa fremst í neðri kjálka og verða aðeins sýnilegar þegar dýrin eru að verða fullvaxta, kýrnar hafa ekki neinar sýnilegar tennur. Þær opna munnin snögglega og soga fæðuna upp í munninn og kyngja henni síðan í heilu lagi.

Á fyrri hluta 20. aldar var andarnefja mikið veidd kringum Ísland og mjög eftirsótt af hvalveiðimönnum en erlendir hvalfangarar veiddu tugi þúsunda af andarnefju á Íslandsmiðum á síðustu hundrað árum. Andarnefja hefur verið friðuð síðan 1977 og fer nú fjölgandi jafnvel þó Norðmenn hafi veitt þessa tegund í litlum mæli. Olía var unnin úr andarnefju sem var mjög eftirsótt en nú hafa tilbúnar olíur leyst hana af hólmi og kom það tegundinni til góða í minni veiðisókn. 

Upplýsingaskiltið fest upp í dag.
Upplýsingaskiltið fest upp í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

05:30 Nauðsynlegt er að fara í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutöku á sakborningum og vitnum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Meira »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »
LÚGUSTIGAR - 4 STÆRÐIR Á TILBOÐI
Vel einangraðir lúgustigar 58x85, 68x85 og 55x113 Einnig Álstigi 45,7x56 Á Face...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
AUDI A6 Quadro
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 166 þús. Bose hljóðkerfi, leður,...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...