Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður

Frá aðalfundi Landsamband smábátasjómanna.
Frá aðalfundi Landsamband smábátasjómanna. Ómar Óskarsson

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort auka eigi þorskkvótann eða ekki. Hann segir það skyldu sína sem ábyrgs sjávarútvegsráðherra að gaumgæfa stöðuna í þaula með tilliti til efnahagsástandsins.

„Við erum ábyrg auðlindanýtingarþjóð,“ sagði hann á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda. „Við njótum góðs orðspors af þeim ástæðum á veigamestu mörkuðum okkar og megum ekki undir neinum kringumstæðum fórna þeim ávinningi. Og gleymum því ekki að þrátt fyrir að ímynd okkar sem þjóðar hafi beðið hnekki, njótum við verðskuldaðs álits sem fiskveiðiþjóð. Það hefur ekki breyst og mun gagnast okkur.  Ákvarðanir okkar verða því - án nokkurs afsláttar - að vera í samræmi við það sem við segjum hér á landi og erlendis; við byggjum á sjálfbærri nýtingu auðlinda þar sem ekki er gengið á fiskistofnana, en þeim haldið við og þeir efldir.“

Ræða ráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina