Farið inn í brennandi hús

Frá Alþingi daginn sem neyðarlögin voru sett.
Frá Alþingi daginn sem neyðarlögin voru sett. mbl.is/Golli
Fimmtíu þingmenn af 63 greiddu atkvæði með lögum um sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði hinn 6. október sl. Lögum sem í daglegu tali hafa verið nefnd neyðarlög. Í kjölfar greiðsluerfiðleika þriggja stærstu bankanna var enginn annar kostur í stöðunni að mati löggjafans. Um er að ræða róttækustu aðgerð í efnahagsmálum sem gripið hefur verið til í sögu þjóðarinnar.

Þótt meirihluti Alþingis hafi samþykkt lögin og þau þannig fengið lýðræðislega afgreiðslu, má færa rök fyrir því að þau gangi í berhögg við ýmsar meginreglur, sem gilt hafa í lýðræðisþjóðfélaginu Íslandi. Hér má nefna jafnræði, því innstæðueigendum er hyglað umfram aðra kröfuhafa bankanna, eignarrétt því eignaupptaka átti sér stað og innstæðum var fengin aukin rétthæð með afturvirkum hætti. Hér má einnig nefna málskots- og andmælarétt því stjórnsýslulögin gilda ekki um ákvarðanir skilanefnda bankanna og Fjármálaeftirlitsins.

Umtalsverður kostnaður þjóðfélagsins

Í athugasemdum með frumvarpi til neyðarlaganna kemur fram að stjórnvöld víða um heim hefðu „neyðst“ til að grípa til ráðstafana til að tryggja virkni fjármálakerfisins og kostnaður þjóðfélagsins af „gjaldþroti kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja yrði umtalsverður.“ Með öðrum orðum réttlæta neyðarsjónarmið lögin. Það hafa verið sett neyðarlög í Bandaríkjunum og hluti af löggjöfinni sem Bretar notuðu, þegar þeir fóru inn í Landsbankann og Kaupþing [The banking special provisions act], eru lög sem réttlætt eru með svipuðum hætti. Hér er ekki um að ræða lögin gegn hryðjuverkum heldur neyðarlöggjöf um fjármálastofnanir, en þeim var beitt saman.

Færa má rök fyrir því að ríkið beiti eignarnámi í skjóli laganna, með því að taka yfir eignir bankanna og færa þá yfir í nýja. Hins vegar er það svo að lagaheimild, almenningsþörf og fullt verð þarf að koma til svo eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar sé uppfyllt. Það má hins vegar ekki gleyma því að stjórnir bankanna óskuðu sjálfar eftir þessari meðferð eftir setningu laganna. Svo er spurning um rétt smærri hluthafa, sem áttu ekki í fulltrúa í stjórn, ekkert liggur fyrir um að samþykki þeirra hafi legið fyrir.

Ef við gefum okkur að almenningsþörf hafi verið fyrir hendi og við höfum lagaheimild, þá er álitamál hvort eigendur bankanna fái „fullt verð“ fyrir þau verðmæti sem tekin voru eignarnámi. Og við hvaða verð á að miða? Sumir hafa sagt að bankarnir hafi hrunið og verðmæti þeirra eftir því. Um þessar mundir eru skilanefndirnar að meta verðmæti bankanna. Þær hafa heimildir til þess að selja eignir bankanna, búta þær niður og meta eignir umfram skuldir. Verðmæti liggur því ekki fyrir.

Þeir lögmenn sem rætt var við voru sammála um að hér reyndi á meginreglur um neyðarrétt, álitaefni tengd afturvirkni laga og eignarréttarvernd. Neyð víki lögum og íslenska ríkið muni halda sér við það sjónarmið í þeim málaferlum sem koma í kjölfarið.

„Það verða riftunarmál hægri, vinstri og það verða skaðabótamál frá erlendum kröfuhöfum og það verða skaðabótamál frá hluthöfum,“ segir lögmaður sem er sérfræðingur í félaga- og kauphallarrétti. Hugsanlega þarf að athuga vel réttarstöðu þeirra sem áttu viðskipti með hlutabréf í Glitni eftir að ríkið ákvað að kaupa 75% hlut í bankanum.

Tvær atburðarásir

Ef tekið er einfalt dæmi má einstaklingur brjótast inn í hús í skjóli neyðarréttar ef það er kviknaður eldur til þess að bjarga verðmætum. Ríkið þarf væntanlega að sanna að tjón hafi átt sér stað eða verið yfirvofandi. Í þessu samhengi þarf að setja upp tvær atburðarásir. Annars vegar þá atburðarás sem hefur átt sér stað og svo ímyndaða atburðarás um það sem gerst hefði. Finna þarf einhvers konar núllpunkt milli þessara tveggja atburðarása, sem er mjög krefjandi verkefni. Bankarnir voru á leið í greiðslustöðvun. Þeir hefðu hugsanlega orðið gjaldþrota og útibúum lokað.

Forgangskröfur innlánseigenda

Ef lögin hefðu ekki verið sett og ríkið hefði látið gjaldþrot bankanna afskiptalaust, þá hefðu innstæðueigendur aðeins verið tryggðir fyrir tæpum þrem milljónum króna. Í lögunum kemur fram að innstæðukröfur séu forgangskröfur. Velta má fyrir sér hver sé réttarstaða þeirra kröfuhafa sem áttu kröfur sem stofnuðust áður en innstæðukrafa stofnaðist, t.d. lánardrottnar bankanna og peningamarkaðssjóðseigendur. Er verið að beita lögum með afturvirkum hætti í þessu samhengi? „Þarna reynir á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Það er verið að hygla sumum kröfuhöfum umfram aðra. Svo þarf að meta hvort þetta gildir jafnt yfir alla, en það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir stjórnarmaður í skilanefnd eins bankanna.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Fjölmenn skötumessa

23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »

Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

22:32 Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs.   Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

21:58 „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »

Æðardúnninn sama gamla kókaínið

21:22 Bandarískur rithöfundur nokkur er allra manna meðvitaðastur um að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hann slær því upp í blöðum æ ofan í æ, nú í Guardian, að íslenskur æðardúnn sé kókaín Íslendinga. Meira »

Skoða grindhvalina eftir helgi

21:11 Tveir til þrír sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun ætla að skoða tugi grindhvala sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi eftir helgi. Þeim verður flogið með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þetta segir Gísli Arn­ór Vík­ings­son, hvala­sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. Meira »

Dr. Gunni hesthúsar pylsu í foreftirrétt

20:20 Á nýopnuðum matarmarkaði á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn sást til Dr. Gunna í hægindum sínum vera að gæða sér á pylsu í eftirrétt. Aðalrétturinn hafði ekki verið upp í „rassgatið á flugu.“ Meira »

Tveir fengu 121 milljón króna

19:55 Fyrsti vinningur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld. Hins vegar voru tveir heppnir Norðurlandabúar með annan vinning og hlaut Dani og Norðmaður hvor um sig rúmlega 121 milljón króna. Meira »

Kemur til greina að loka tímabundið

19:03 Til greina kemur að loka tímabundið Efstadal II ef ekki næst að rjúfa smitleið E.coli-sýkingar með alþrifum á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun hafa gripið til hertari aðgerða á staðnum eftir að í ljós kom að tveir fullorðinir einstaklingar greindust með E.coli í dag Meira »

„Núna eru menn að vakna“

19:00 „Það kemur manni á óvart að það sé verið að bregðast við þessu núna fyrst. Skipstjórnarmenn á nýja Herjólfi hafa bent á að það þurfi að gera breytingar á hafnarmannvirkjum í Vestmannaeyjum og núna eru menn að vakna,” segir Njáll Ragnarsson formaður bæj­ar­ráðs Vest­manna­eyja. Meira »

„Þarf að gagnrýna forsetann“

18:25 „Ég kunni að meta það,“ segir dr. Munib Younan, biskup frá Palestínu sem býr í suðurhluta Jerúsalem, þar sem hann ræðir um það þegar Hatarar drógu upp fána Palestínu í Eurovision-söngvakeppninni í maí. Meira »

„Við fylgjum bara okkar stefnu“

17:50 „Þó maður hafi nú einsett sér fyrir tíu árum að sveiflast ekki eftir skoðanakönnunum þá verð ég að viðurkenna að þetta er samt auðvitað mjög ánægjulegt og við erum þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um fylgisaukningu flokksins. Meira »

Kröfum um stöðvun framkvæmda hafnað

17:22 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum kærenda í sex kærumálum um stöðvun undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar á meðan að úrskurðað er í málunum. Meira »

Starfsmaður smitaði ekki ferðamann

17:18 Það er útilokað að starfsmaðurinn á Efstadal, sem var smitaður af E.coli, hafi smitað erlendan ferðamann þann 8. júlí. Ferðamaðurinn smitaðist þó að aðgerðir á staðnum hafi átt að koma í veg fyrir það. Meira »

31 þúsund tonn í sérstakar aðgerðir

17:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða samtals 23.316 þorskígildistonnum. Meira »

Sóttu veikan mann í Drottninguna

16:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í skipið Queen Mary 2, skip breska skipa­fé­lag­sins Cun­ard í gærkvöldi. Beiðni barst Landhelgisgæslunni um klukkan sjö í gærkvöldi þegar skipið var um 80 sjómílum sunnan af Vík í Mýrdal. Meira »

Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

16:34 Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »
Flottur Hyundai Tucson Comfort 2018
Hyundai Tucson Comfort 2,0 dísel 4x4 ekinn aðeins 11 þ. Km. Hiti í stýri, afteng...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...