Farið inn í brennandi hús

Frá Alþingi daginn sem neyðarlögin voru sett.
Frá Alþingi daginn sem neyðarlögin voru sett. mbl.is/Golli
Fimmtíu þingmenn af 63 greiddu atkvæði með lögum um sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði hinn 6. október sl. Lögum sem í daglegu tali hafa verið nefnd neyðarlög. Í kjölfar greiðsluerfiðleika þriggja stærstu bankanna var enginn annar kostur í stöðunni að mati löggjafans. Um er að ræða róttækustu aðgerð í efnahagsmálum sem gripið hefur verið til í sögu þjóðarinnar.

Þótt meirihluti Alþingis hafi samþykkt lögin og þau þannig fengið lýðræðislega afgreiðslu, má færa rök fyrir því að þau gangi í berhögg við ýmsar meginreglur, sem gilt hafa í lýðræðisþjóðfélaginu Íslandi. Hér má nefna jafnræði, því innstæðueigendum er hyglað umfram aðra kröfuhafa bankanna, eignarrétt því eignaupptaka átti sér stað og innstæðum var fengin aukin rétthæð með afturvirkum hætti. Hér má einnig nefna málskots- og andmælarétt því stjórnsýslulögin gilda ekki um ákvarðanir skilanefnda bankanna og Fjármálaeftirlitsins.

Umtalsverður kostnaður þjóðfélagsins

Í athugasemdum með frumvarpi til neyðarlaganna kemur fram að stjórnvöld víða um heim hefðu „neyðst“ til að grípa til ráðstafana til að tryggja virkni fjármálakerfisins og kostnaður þjóðfélagsins af „gjaldþroti kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja yrði umtalsverður.“ Með öðrum orðum réttlæta neyðarsjónarmið lögin. Það hafa verið sett neyðarlög í Bandaríkjunum og hluti af löggjöfinni sem Bretar notuðu, þegar þeir fóru inn í Landsbankann og Kaupþing [The banking special provisions act], eru lög sem réttlætt eru með svipuðum hætti. Hér er ekki um að ræða lögin gegn hryðjuverkum heldur neyðarlöggjöf um fjármálastofnanir, en þeim var beitt saman.

Færa má rök fyrir því að ríkið beiti eignarnámi í skjóli laganna, með því að taka yfir eignir bankanna og færa þá yfir í nýja. Hins vegar er það svo að lagaheimild, almenningsþörf og fullt verð þarf að koma til svo eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar sé uppfyllt. Það má hins vegar ekki gleyma því að stjórnir bankanna óskuðu sjálfar eftir þessari meðferð eftir setningu laganna. Svo er spurning um rétt smærri hluthafa, sem áttu ekki í fulltrúa í stjórn, ekkert liggur fyrir um að samþykki þeirra hafi legið fyrir.

Ef við gefum okkur að almenningsþörf hafi verið fyrir hendi og við höfum lagaheimild, þá er álitamál hvort eigendur bankanna fái „fullt verð“ fyrir þau verðmæti sem tekin voru eignarnámi. Og við hvaða verð á að miða? Sumir hafa sagt að bankarnir hafi hrunið og verðmæti þeirra eftir því. Um þessar mundir eru skilanefndirnar að meta verðmæti bankanna. Þær hafa heimildir til þess að selja eignir bankanna, búta þær niður og meta eignir umfram skuldir. Verðmæti liggur því ekki fyrir.

Þeir lögmenn sem rætt var við voru sammála um að hér reyndi á meginreglur um neyðarrétt, álitaefni tengd afturvirkni laga og eignarréttarvernd. Neyð víki lögum og íslenska ríkið muni halda sér við það sjónarmið í þeim málaferlum sem koma í kjölfarið.

„Það verða riftunarmál hægri, vinstri og það verða skaðabótamál frá erlendum kröfuhöfum og það verða skaðabótamál frá hluthöfum,“ segir lögmaður sem er sérfræðingur í félaga- og kauphallarrétti. Hugsanlega þarf að athuga vel réttarstöðu þeirra sem áttu viðskipti með hlutabréf í Glitni eftir að ríkið ákvað að kaupa 75% hlut í bankanum.

Tvær atburðarásir

Ef tekið er einfalt dæmi má einstaklingur brjótast inn í hús í skjóli neyðarréttar ef það er kviknaður eldur til þess að bjarga verðmætum. Ríkið þarf væntanlega að sanna að tjón hafi átt sér stað eða verið yfirvofandi. Í þessu samhengi þarf að setja upp tvær atburðarásir. Annars vegar þá atburðarás sem hefur átt sér stað og svo ímyndaða atburðarás um það sem gerst hefði. Finna þarf einhvers konar núllpunkt milli þessara tveggja atburðarása, sem er mjög krefjandi verkefni. Bankarnir voru á leið í greiðslustöðvun. Þeir hefðu hugsanlega orðið gjaldþrota og útibúum lokað.

Forgangskröfur innlánseigenda

Ef lögin hefðu ekki verið sett og ríkið hefði látið gjaldþrot bankanna afskiptalaust, þá hefðu innstæðueigendur aðeins verið tryggðir fyrir tæpum þrem milljónum króna. Í lögunum kemur fram að innstæðukröfur séu forgangskröfur. Velta má fyrir sér hver sé réttarstaða þeirra kröfuhafa sem áttu kröfur sem stofnuðust áður en innstæðukrafa stofnaðist, t.d. lánardrottnar bankanna og peningamarkaðssjóðseigendur. Er verið að beita lögum með afturvirkum hætti í þessu samhengi? „Þarna reynir á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Það er verið að hygla sumum kröfuhöfum umfram aðra. Svo þarf að meta hvort þetta gildir jafnt yfir alla, en það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir stjórnarmaður í skilanefnd eins bankanna.

Innlent »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund krónur úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

Í gær, 17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár eins og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA), greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

Í gær, 17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Tvær 12 fm. skrifstofur til leigu í nágrenni við Hlemm. Geta leigst saman. Aðgan...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...