NATO hefur engar áhyggjur af minni gæslu

Geir H. Haarde ræðir við franska hermenn, sem hér voru …
Geir H. Haarde ræðir við franska hermenn, sem hér voru við loftrýmisgæslu. mbl.is/Árni Sæberg

Embættismaður Atlantshafsbandalagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ef Ísland teldi ekki þörf á loftrýmisgæslu Breta í desember hefði bandalagið ekki neinar athugasemdir við það. Loftrýmisgæslan væri hluti af sameiginlegum vörnum NATO en ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki áhyggjur af því þótt loftrýmisgæsla Breta félli niður hefði NATO það ekki heldur.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur sagt að ákvörðunin um að hætta við loftrýmisgæsluna hafi verið tekin á vettvangi NATO og Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur sagt að hann teldi ekki að hætt hefði verið við vegna Icesave-deilunnar.

Embættismaður NATO sagði að ákvörðunin hefði verið tekin á vettvangi bandalagsins. Aðspurður hver hefði átt frumkvæði að því að ekkert verður af komu bresku flugsveitarinnar, sem átti að koma hingað í desember, sagði hann aðeins að slíka spurningu yrði að bera upp við íslensk stjórnvöld.

Utanríkisráðuneytið hefur greint frá því að stefnt sé að því að spara rúmlega 100 milljónir með því að fækka þeim skiptum sem loftrýmisgæsla fer fram úr fjórum í þrjú. Sparnaðurinn felst ekki bara í að fella niður eina gæslulotu, heldur með því að hinar þjóðirnar borga meira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Loka