Gáfu Mæðrastyrksnefnd ferðasjóðinn

Fjöldi fólkst leitar til Mæðrastyrksnefndar þessa dagana.
Fjöldi fólkst leitar til Mæðrastyrksnefndar þessa dagana. mbl.is/Ásdís

Skipverjar af frystitogaranum Þerney RE afhentu í gær Mæðrastyrksnefnd eina milljón króna til styrktar starfi hennar. „Við erum búnir að safna okkur upp ferðasjóði í nokkur ár sem við höfðum hugsað okkur að nýta í ferðalög þegar skipið færi í slipp,“ segir Kristinn Gestsson, skipstjóri.

„Svo dynja þessi ósköp yfir í haust og þá fórum við að endurmeta okkar áætlanir og hugsuðum að það væri kannski ágætt að sýna frekar samstöðu með fólki sem þyrfti á því að halda.“ Því var ákveðið einum rómi að hætta við allar ferðaáætlanir í bili en leggja í staðinn stærstan hluta sjóðsins í gott málefni. „Það er leiðinlegt að leggjast í ferðalög þegar aðrir hafa það svona skítt, og við höfum fylgst með Mæðrastyrksnefnd í gegnum tíðina og því óeigingjarna starfi sem þar fer fram,“ segir Kristinn og vonar að aðrir feti í sömu fótspor.

„Við hvetjum alla til að sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum, smátt eða stórt, allt skiptir máli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »