Launin kannski of há

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að Ríkisútvarpið sé ekki eina stofnunin sem þurfi að takast á við niðurskurð en slíkar aðgerðir séu jafnan sársaukafullar.  Það kunni vel að vera að laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra séu of há. Það sé hinsvegar mál stjórnar Ríkisútvarpsins að taka á því máli. Hún segist bera fullt traust til útvarpsstjóra.  

Gríðarleg óánægja er meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins með nýlegan niðurskurð og hvernig að honum var staðið. Rafiðnaðarsambandið fordæmdi uppsögn trúnaðarmanns tæknimanna sem er einstæð móðir fatlaðs barns og með 23 ára starfsreynslu innan stofnunarinnar. Formaður þess segir að störf hennar að kjaramálum hafi valdið ofurlaunaliðinu innan Ríkisútvarpsins hugarangri. Uppsögnin var síðar dregin til baka eftir að félagið hafði haft samband við lögfræðing.

  
mbl.is