Mikill fjárhagsvandi heilbrigðisstofnana

Landspítali.
Landspítali. mbl.is/ÞÖK

Heilbrigðisstofnanir eiga við mikinn rekstarvanda að etja og glíma nú við 2,2 milljarða króna halla á þessu ári. Að auki stefnir í að halli á rekstri Landspítala verði tæpir 2 milljarðar króna í lok ársins. 

Þetta kemur fram í álitum frá meirihluta og minnihluta heilbrigðisnefndar Alþingis um fjárlagafrumvarpið og er þar vísað í upplýsingar frá forstöðumönnum heilbrigðisstofnana. Þar muni mest um að áætlaður rekstrarhalli öldrunarstofnana verði 1 milljarður króna. Þá stefnir heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu  í 700 milljóna króna halla,  Heilbrigðisstofnun Austurlands í 350 milljóna halla og og Heilbrigðisstofnun  Suðurnesja í 200 milljóna halla.

Þá er vísað í yfirlit heilbrigðisráðuneytis um rekstrarhorfur heilbrigðisstofnana að staða Landspítala í árslok 2007 var neikvæð sem nam 449.975 milljónir króna og áætluð rekstrarafkoma þessa árs stefnir í að vera neikvæð upp á 1.958.300 milljónir.

Í áliti meirihluta nefndarinnar er fagnað sérstaklega því sem fram hafi komið á  fundi með forsvarsmönnum Landspítala að góður árangur hafi náðst í rekstri spítalans það sem af er ári ef frá eru talin áhrif gengislækkunar. 

Gengisbreytingar hafa haft mikil áhrif

Í áliti nefndarmeirihlutans kemur fram, að ljóst megi vera að miklar gengisbreytingar íslensku krónunnar hafi haft mikil áhrif á afkomu margra stofnana á árinu til hins verra. Ekki liggi fyrir hvernig brugðist verði við þeim vanda þar sem frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2008 hefur ekki verið lagt fram. 

Jafnfram er bent á, að ákveðnar líkur séu á aukinni aðsókn í heilbrigðisþjónustuna vegna áhrifa þrenginga í samfélaginu og áfalla, sem tengist núverandi ástandi, á heilsufar. Eigi það ekki síst við í grunnþjónustunni.

Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um niðurskurð á fjárlagafrumvarpinu, verða útgjöld heilbrigðisráðuneytis lækkuð um 6,9 milljarða króna á næsta ári miðað við upphaflegt fjárlagafrumvarp. Þar munar mest um 1,74 milljarða króna lækkun á fyrirhuguðum fjárframlagi til Landspítala. Þá er fjárheimild til undirbúnings byggingar nýs hátæknisjúkrahúss lækkuð um 400 milljónir króna.

Unnið að endurskipulagningu heilbrigðisstofnana

Í tillögunum kemur fram, að í heilbrigðisráðuneytinu sé unnið að  endurskipulagningu heilbrigðisstofnana. Stefnt er að því að ein heilbrigðisstofnun  verði í hverju heilbrigðisumdæmi á landsbyggðinni. Gert er ráð fyrir að verkefni flytjist á milli stofnana og umdæma og verði fjárheimildir á liðnum nýttar í þeim tilgangi.

Segir í tillögunum að markmiðið með endurskipulagningunni sé að standa vörð um  grunnþjónustu heilsugæslunnar og bráðaþjónustu sjúkrahúsa í þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin gengur nú í gegnum. 

mbl.is

Innlent »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Síminn ber ábyrgð á „gagnkvæmu hirðuleysi“

16:18 Fjarskiptafyrirtækið Síminn þarf að greiða fyrirtækinu Inter Medica tæplega 950 þúsund krónur eftir að hafa rukkað félagið um mánaðarlegar greiðslur fyrir hýsingu á tölvupósti í tæplega fjögur ár, án þess að Inter Medica hafi nýtt sér þjónustuna. Meira »

Landsþekktar kempur hvetja krakkana

15:36 Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru meðal þeirra sem hvetja um 4.000 íslenska nemendur sem taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl. Meira »

Leitar vitna að hörðum árekstri

15:41 Árekstur.is leitar að vitnum að hörðum árekstri sem átti sér stað klukkan 13:30 í dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Meira »

Mannsæmandi laun og bættar aðstæður

15:23 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að undanfarið ár hafi verið unnið að því að bæta starfsaðstöðu leikskólakennara og krakka en borgin kynnti í dag áætlun þar sem gert er ráð fyrir því að leikskólaplássum fjölgi um 750-800 á næstu sex árum. Meira »

Tveir unnu gjafabréf með WOW air

15:21 Áskrifendur Morgunblaðsins, Loftur Guðmundsson og Hilmar Dagbjartur Ólafsson, voru dregnir út í áskriftarleik Morgunblaðsins í dag. Meira »

Vorboðarnir komnir í heiminn

15:10 Fyrstu vorboðarnir litu dagsins ljós í Húsdýragarðinum nýverið þegar lítil huðna og hafur komu í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera golsuflekkóttri huðnu að kveldi 20. mars og í morgun bar huðnan Garún svartflekkóttum hafri. Meira »

Námutrukkar á ferð um Vestfjarðagöng

14:49 Þrír námutrukkar sem notaðir verða við gerð Dýrafjarðarganga verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verða göngin af þessum sökum lokuð í einhvern tíma vegna flutninganna. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

14:43 „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »

Kokkur á flakki

14:00 Ólafur Örn Ólafsson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður, frumsýnir fimm þátta röð um kokka í útlöndum á Sjónvarpi Símans á morgun. Meira »

„Góðan dag, ég heiti Jin Zhijian“

13:13 Jin Zhijian, nýr sendiherra Kína hér á landi, stundaði nám í íslensku við HÍ á seinni hluta níunda áratugarins. Hann flutti af landinu árið 1991 en kom aftur fyrir skömmu og tók við embættinu. Íslenskukunnáttan er ennþá góð en hann segir margt hafa breyst á þessum tíma, einangrunin sé mun minni. Meira »

Eyþór svarar Degi

14:30 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að öfugt við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, haldi fram þá muni uppbygging í landi Keldna létta á umferð þar sem fólk geti þá sótt vinnu í auknum mæli í austurhluta borgarinanr í stað þess að vera stopp í umferð í Ártúnsbrekkunni. Meira »

750-800 ný leikskólapláss á næstu árum

13:27 Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Meira »

2,8 milljarðar til ferðamannastaða

13:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á ferðamannastöðum. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...