Þörf umræða um gjaldmiðil

AP

Danski hagfræðingurinn Poul Mathias Thomsen, hefur undanfarna daga fundað með fræðimönnum, stjórnmálamönnum og embættismönnum þar sem staða efnahagsmála hefur verið rædd. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lögðu Thomsen og aðrir fulltrúar IMF áherslu á að fá að ræða við þá sem gagnrýnt hafa stefnu sjóðsins og aðgerðaáætlunina sem unnið er eftir. Var meðal annars rætt við íslenska fræðimenn á fundi í Þjóðmenningarhúsinu seinni partinn á fimmtudag.

Thomsen segist gera sér grein fyrir að mikil umræða fari fram í landinu um hvað gjaldmiðil eigi að nota á Íslandi til framtíðar. Þetta sé þörf umræða og hana þurfi að leiða til lykta. „IMF hefur ekki skoðun á því hvort taka eigi upp nýjan gjaldmiðil einhliða, eða með öðrum hætti. Það er umræðuefni sem er IMF óviðkomandi. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að því að horfa fram á veginn og vinna að áætluninni. Það hvort nauðsynlegt sé að breyta um gjaldmiðil tengist ekki áætluninni sem unnið er eftir þar sem það er ekki hluti af skammtímaverkefnunum sem við erum að eiga við.“

Aðspurður hvort krónan sem slík sé sjálfstætt efnahagsvandamál, eins og ýmsir hafa sagt, segir Thomsen það ekki vera IMF að leiða umræðu um það mál og komast að niðurstöðu. Framfylgd áætlunarinnar sem fyrir liggur sé það sem öllu skiptir. „Á næstu misserum þarf að horfa til þess, hvert sé rétt verðgildi á krónunni. Það þarf að finna það og það gerist aðeins með því að koma á stöðugleika. Umræðan um gjaldmiðilinn er mjög áhugaverð og rökræðan um málið beinskeytt, eins og ég hef gert mér grein fyrir. Eins og áður sagði, þá hefur IMF ekki skoðun á þessu máli heldur er fyrst og fremst horft til þess að vinna eftir áætluninni. Hún gerir ráð fyrir því að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði, áður en til annarra aðgerða er beinlínis gripið. Það er það sem við erum að einbeita okkur að.“

Íslandsaðstoðin annars eðlis en önnur mál

„Gagnrýnin á starf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í efnahagsniðursveiflum annars staðar í heiminum hefur stundum átt rétt á sér, og stundum ekki að mínu mati,“ segir Poul Mathias Thomsen. Hann segir stöðu Íslands nú ekki vera sambærilega við önnur mál sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið nálægt. Ólíkt öðrum aðstoðaráætlunum sjóðsins, þar á meðal í Asíu á níunda áratugnum og Argentínu árið 2000 og 2001, þá miðast aðstoðin á Íslandi við að ná tökum á „bráðri neyð“. „Það sem gerðist á Íslandi er frábrugðið því sem hefur gerst annars staðar. Á mjög skömmum tíma fór staða ríkissjóðsins úr því að vera jákvæð í að vera mjög neikvæð. Þetta gerðist á einni nóttu, svo að segja. Þess vegna miða allar aðgerðir okkar við það að ná lágmarksstöðugleika áður en hægt er að taka frekari uppbyggingarskref. Vandinn hér er bráðavandi sem þurfti að bregðast við með mjög róttækum aðgerðum.“

Thomsen segist vel geta viðurkennt að hluti af gagnrýni sem komið hefur fram á sjóðinn vegna aðgerða í Asíu og víðar sé eitthvað sem sjóðurinn hefur lært af. Nú reyni hins vegar mjög á hæfni starfsfólks sjóðsins þar sem staða mála í heiminum sé slæm.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

BOKIN.IS 13 600 bækur til sölu ÞÚ INNSKÁIR ÞIG OG BYRJAR AÐ VERLSA BÆKUR BOKIN.IS ÚTVEGUM BÆKUR
ÞÚ INNSKRÁIR ÞIG OG BYRJAR AÐ VERLSA BÆKUR - snögg og lipur þjonusta og ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
 
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...