ESB myndi stjórna hafsvæðinu

Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi.
Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi. Morgunblaðið/Kristinn

Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö, segir reynsluna ekki sýna að Ísland geti, ef það gengur inn í Evrópusambandið, náð fram breytingum á þegar settum reglum sambandsins um fiskveiðar. Engum hafi tekist það.  Örebech hélt ræðu á fundi Heimssýnar um sjávarútvegsmál og ESB, í Þjóðminjasafninu í dag, en þar töluðu auk hans Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ og Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva.

Enn fremur sagði Örebech að jafnvel þegar einstök ríki telji sig hafa fengið undanþágur frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins, t.d. með útgáfu sérstakrar reglugerðar, sé kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið.

Nefndi hann sem dæmi að Maltverjar hafi á sínum tíma gert kröfu um að sérstök veiðistjórnun gildi fyrir hafsvæðið umhverfis Möltu, út að 25 sjómílum. Sérstök reglugerð hafi verið samin og samþykkt um það efni. Í ljós hafi hins vegar komið á endanum, að ESB setti reglur um það hafsvæði eins og önnur, en ekki Malta. Það skilyrði hafi verið sett að fiskveiðistjórnunin yrði á jafnræðisgrundvelli meðal aðildarríkja (e. non-discriminatory). Auk þess hafi valdið til að setja fleiri reglur um hafsvæðið umhverfis Möltu, til framtíðar, legið hjá Evrópusambandinu, en ekki Möltu.

Einnig ræddi Örebech um kröfur einstakra aðildarríkja til yfirráða yfir hafsvæðum innan 12 mílna landhelgi, sem er eins og lesendur vita annað en efnahagslögsaga. Innan tólf mílna hafa þjóðríki haft meiri völd en utan tólf mílna. Tók hann dæmi af því að Svíar hafi viljað banna þorskveiðar í Eystrasalti alfarið á tíunda áratugnum. Því hafi verið hafnað af stofnunum ESB. Þá hafi Svíar brugðið á það ráð að banna þorskveiðar alfarið innan 12 mílna frá sænsku Eystrasaltsströndinni. Fyrir það hafi einnig verið tekið og Svíar þurft að hætta við þau áform. Niðurstaða hans er sú að öll hafsvæði við og tilheyrandi aðildarríkjum ESB séu ESB-hafsvæði, hvernig sem á það er litið.

Nefndi hann einnig dæmi af kröfum Norðmanna, í aðildarviðræðum á síðasta áratug, um sérstök yfirráð yfir hafsvæðum í norðri, og skilyrði um óskert réttindi til veiða í vissum tegundum utan kvóta, sem hafi verið hafnað.

Þá sagði hann að árið 1994, þegar Norðmenn stóðu í þessum viðræðum, hafi það líka verið sett fram sem ,,gulrót" fyrir þá, eins og Íslendinga núna, að þeir fengju áhrif við inngönguna. Norðmenn gætu t.a.m. skipað áhrifamikla embættismenn hjá framkvæmdastjórninni, í sjávarútvegsmálum. Þessu svaraði Örebech þannig til að hvað sem áhrifum líður séu ákvarðanir um sjávarútvegsmálin tekin með meirihlutaatkvæði. Ísland fengi ekki meira vægi en Lúxemborg, Noregur fengi ekki meira vægi en Danmörk. Samanlögð atkvæðatala Norðurlandanna allra sé svo lítil að þau geti á engan hátt stöðvað reglusetningu sem þeim ekki líkar. Tók hann dæmi af kunningja sínum, danska Evrópuþingmanninum Jens-Peter Bonde, þekktum Evrópusambandsandstæðingi. Sá hafi sagt honum að síðan 1979, þegar hann tók fyrst sæti á þinginu, hafi honum aldrei nokkurn tíma tekist að hafa áhrif á eina einustu löggjöf, sem komið hafi frá framkvæmdastjórn ESB.

Örebech sagði regluna um „hlutfallslegan stöðugleika“ (e. relative stability), sem byggir á því að veiðiheimildir fari til þeirra sem veiðireynsluna hafa, vera fallvalta vörn gegn veiðum erlendra skipa á íslenskum miðum. Reglan sé óvinsæl í mörgum ESB-ríkjum og barist sé kröftuglega gegn henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Á von á því að ljósmæður samþykki

11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Húsbíll
Húsbill árg 90, einn með flest öllu sem til þarf, með sólarsellum sjónvarp V 1.6...