ESB myndi stjórna hafsvæðinu

Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi.
Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö í Noregi. Morgunblaðið/Kristinn

Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við Háskólann í Tromsö, segir reynsluna ekki sýna að Ísland geti, ef það gengur inn í Evrópusambandið, náð fram breytingum á þegar settum reglum sambandsins um fiskveiðar. Engum hafi tekist það.  Örebech hélt ræðu á fundi Heimssýnar um sjávarútvegsmál og ESB, í Þjóðminjasafninu í dag, en þar töluðu auk hans Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ og Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fiskvinnslustöðva.

Enn fremur sagði Örebech að jafnvel þegar einstök ríki telji sig hafa fengið undanþágur frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins, t.d. með útgáfu sérstakrar reglugerðar, sé kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið.

Nefndi hann sem dæmi að Maltverjar hafi á sínum tíma gert kröfu um að sérstök veiðistjórnun gildi fyrir hafsvæðið umhverfis Möltu, út að 25 sjómílum. Sérstök reglugerð hafi verið samin og samþykkt um það efni. Í ljós hafi hins vegar komið á endanum, að ESB setti reglur um það hafsvæði eins og önnur, en ekki Malta. Það skilyrði hafi verið sett að fiskveiðistjórnunin yrði á jafnræðisgrundvelli meðal aðildarríkja (e. non-discriminatory). Auk þess hafi valdið til að setja fleiri reglur um hafsvæðið umhverfis Möltu, til framtíðar, legið hjá Evrópusambandinu, en ekki Möltu.

Einnig ræddi Örebech um kröfur einstakra aðildarríkja til yfirráða yfir hafsvæðum innan 12 mílna landhelgi, sem er eins og lesendur vita annað en efnahagslögsaga. Innan tólf mílna hafa þjóðríki haft meiri völd en utan tólf mílna. Tók hann dæmi af því að Svíar hafi viljað banna þorskveiðar í Eystrasalti alfarið á tíunda áratugnum. Því hafi verið hafnað af stofnunum ESB. Þá hafi Svíar brugðið á það ráð að banna þorskveiðar alfarið innan 12 mílna frá sænsku Eystrasaltsströndinni. Fyrir það hafi einnig verið tekið og Svíar þurft að hætta við þau áform. Niðurstaða hans er sú að öll hafsvæði við og tilheyrandi aðildarríkjum ESB séu ESB-hafsvæði, hvernig sem á það er litið.

Nefndi hann einnig dæmi af kröfum Norðmanna, í aðildarviðræðum á síðasta áratug, um sérstök yfirráð yfir hafsvæðum í norðri, og skilyrði um óskert réttindi til veiða í vissum tegundum utan kvóta, sem hafi verið hafnað.

Þá sagði hann að árið 1994, þegar Norðmenn stóðu í þessum viðræðum, hafi það líka verið sett fram sem ,,gulrót" fyrir þá, eins og Íslendinga núna, að þeir fengju áhrif við inngönguna. Norðmenn gætu t.a.m. skipað áhrifamikla embættismenn hjá framkvæmdastjórninni, í sjávarútvegsmálum. Þessu svaraði Örebech þannig til að hvað sem áhrifum líður séu ákvarðanir um sjávarútvegsmálin tekin með meirihlutaatkvæði. Ísland fengi ekki meira vægi en Lúxemborg, Noregur fengi ekki meira vægi en Danmörk. Samanlögð atkvæðatala Norðurlandanna allra sé svo lítil að þau geti á engan hátt stöðvað reglusetningu sem þeim ekki líkar. Tók hann dæmi af kunningja sínum, danska Evrópuþingmanninum Jens-Peter Bonde, þekktum Evrópusambandsandstæðingi. Sá hafi sagt honum að síðan 1979, þegar hann tók fyrst sæti á þinginu, hafi honum aldrei nokkurn tíma tekist að hafa áhrif á eina einustu löggjöf, sem komið hafi frá framkvæmdastjórn ESB.

Örebech sagði regluna um „hlutfallslegan stöðugleika“ (e. relative stability), sem byggir á því að veiðiheimildir fari til þeirra sem veiðireynsluna hafa, vera fallvalta vörn gegn veiðum erlendra skipa á íslenskum miðum. Reglan sé óvinsæl í mörgum ESB-ríkjum og barist sé kröftuglega gegn henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...