Skoða örlán til VR-fólks

mbl.is/Eggert

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir vinnu hafa verið setta af stað innan verkalýðsfélagsins í því skyni að aðstoða þá sem eru að missa vinnuna. „Við höfum verið að skoða hvort við eigum að fara í fótspor þess sem fékk friðarverðlaun Nóbels 2006 og bjóða félagsmönnum upp á örlán svo þeir geti skapað atvinnu í einmennings- eða litlum fyrirtækjum. Vonandi erum við að fara af stað í samvinnu við Háskólann í Reykjavík og fleiri um miðstöð fyrir atvinnulausa. Þar verður fólki hjálpað við að byggja sig upp, fara yfir fjármál sín og fá aðstoð í atvinnuleit eða við stofnun atvinnustarfsemi,“ segir Gunnar Páll.

Hugmyndin um örlán er fengin frá Mohammad Yunus, stofnanda Grameen-bankans í Bangladess, en Yunus hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir starf bankans.

Grameen-bankinn veitir fátæku fólki litlar peningaupphæðir að láni til þess að koma af stað litlum atvinnurekstri án þess að lántakendur þurfi að leggja fram veð fyrir láninu. Þetta hjálpar þeim sem lítið hafa á milli handanna við að koma undir sig fótunum og byggja upp lánstraust. Sérstaklega hefur vakið athygli hve stór hluti lántakenda hjá Grameen-bankanum er konur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »