Mótmælt við Alþingishúsið

Mótmælt var utan við Alþingishúsið í gær og í dag. …
Mótmælt var utan við Alþingishúsið í gær og í dag. Myndin var tekin í gær þegar verið var að mótmæla innrás Ísraela á Gaza. mbl.is/Júlíus

Hópur mótmælenda, á bilinu 20-30 manns, hefur safnast saman fyrir framan Alþingishúsið. Að sögn lögreglu hefur allt farið friðsamlega fram þrátt fyrir að nokkrir þingmenn hafi átt í erfiðleikum með að komast inn í húsið þar sem mótmælendurnir vörnuðu þeim inngöngu. Þingmennirnir eru nú komnir inn.

Lögreglan fylgist með svæðinu, en hefur ekki þurft að skipta sér mótmælendum né öðrum. Engri málningu hefur verið skvett á húsið, en í gær var rauðum lit skvett á stjórnarráðshúsið og fyrir helgi var rauðri málningu slett á framhlið utanríkisráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert