Fréttaskýring: Brostnar væntingar í Landhelgisgæslunni

Varðskip Landhelgisgæslunnar á siglingu í hafís.
Varðskip Landhelgisgæslunnar á siglingu í hafís.

Íslendingar þekkja vel af eigin raun hve litlu getur oft munað í baráttunni við óblíð náttúruöfl. Því fer um marga þegar fregnir heyrast af samdrætti og meiri samdrætti hjá Landhelgisgæslunni. Greint hefur verið frá því að fyrirhugað sé að segja upp 20-30 manns af þeim 160 sem þar starfa og því ljóst að breytingar á rekstrinum eru óhjákvæmilegar í framhaldinu.

„Það liggur í hlutarins eðli að það verður skerðing á björgunargetu Landhelgisgæslunnar, en markmið okkar er að vernda þá starfsemi sem kemur beint að björgun mannslífa,“ segir Georg Lárusson, forstjóri LHG. „Við erum til taks,“ segja kjörorð Gæslunnar og hingað til hafa landsmenn reitt sig á hana sem eftirlits- og öryggisstofnun en spyrja sig nú margir hvort áfram sé mögulegt að standa undir gæðamerkjum starfsins þegar efnahagsástandið bitnar svo illa á rekstrinum.

Framtíðarsýnin sett á ís

Strax í haust dró töluvert úr umsvifum Gæslunnar vegna aukins kostnaðar í kjölfar gengishruns. M.a. hafa varðskipin Ægir og Týr legið í auknum mæli við bryggju það sem af er vetri vegna óhagstæðs eldsneytisverðs, en alls nam aukakostnaður vegna hækkana á olíu um 120-130 milljónum á síðasta ári. Að sögn Georgs stendur ekki til að leggja öðru hvoru skipinu alfarið, bæði verða þau gerð út en þó mun minna en áættlað var.
Sama gildir um þyrlurnar þrjár og flugvélina Sýn. Frá hausti hafa flugtímar Gæslunnar miðast við það eitt að viðhalda lágmarksþjálfun flugmanna svo áhafnir haldi réttindum sínum og verður þeirri stefnu haldið áfram m.v. rekstraráætlun ársins 2009. Samkvæmt fjárlögum er LHG úthlutað um 2,7 milljörðum króna, sem er ögn meira en í fyrra.

Það er því miður útséð um að þær glæstu fyrirætlanir um byltingu í Landhelgisgæslunni sem kynntar voru síðastliðið vor verði að veruleika á næstunni. Þar var m.a. stefnt að því að viðbragðstími þyrluáhafna yrði styttur úr 30 mínútum í 15 mínútur og að árið 2009 yrðu ávallt tvö varðskip á sjó í einu. Það myndi m.a. auka flugþol þyrlnanna en þýddi jafnframt að fjölga þyrfti í áhöfnum um 33%. Slíkar viðbætur virðast ekki í augsýn nú.

Á hinn bóginn hefur ekki verið horfið frá áætlunum um endurnýjaðan tækjakost LHG, enda var í fyrra skrifað undir bindandi samninga, annars vegar um kaup á sérútbúinni eftirlitsflugvél en hinsvegar um smíði á nýju varðskipi í Chile.

Hvort tveggja er aðkallandi þar sem Týr, Ægir og Sýn eru öll komin vel á aldur. Óvíst er hinsvegar um afhendingartíma þeirra, vonast er til að flugvélin komi til landsins í ár en tafir hafa orðið á skipasmíðinni sem lýkur ekki fyrr en í fyrsta lagi 2010.

Starfsfólkið mestu verðmætin

Þrátt fyrir þetta bakslag segir Georg að áætlun síðasta árs sé alls ekki fallin úr gildi, en þeim metnaðarfullu markmiðum sem þar voru sett fram verði ekki framfylgt eins og er. Mikilvægast sé að geta haldið hæfu fólki þar til birtir upp. „Verðmæti Landhelgisgæslunnar liggja í starfsfólkinu, það er það sem skiptir máli. Við höfum á að skipa þrautþjálfuðu úrvalsfólki og það er eignirnar sem þjóðin getur reitt sig á.“

Ábyrgð á hafi úti 

Auk öryggisgæslu á hafinu umhverfis landið eru Íslendingar ábyrgir fyrir gríðarstóru leitar- og björgunarsvæði í N-Atlantshafi. Landhelgisgæslan fer með yfirstjórn aðgerða á þessum alþjóðlegu hafsvæðum, sem alls spanna um 1,8 milljóna km² svæði.

Hlýnun loftslags hefur gert það að verkum að bæði skemmtiferða- og olíuflutningaskip nota í auknum mæli siglingaleiðir við Ísland.

Ábyrgð Gæslunnar ef sjóslys verða er því aukin. Nú þegar eru að jafnaði um 300 íslensk skip í lögsögunni á degi hverjum, en stundum allt upp í 800. Í hinni metnaðarfullu landhelgisgæsluáætlun fyrir árin 2008-2010 sem kynnt var í fyrra var markmiðið að auka öryggisgæslu á hafinu þannig að öll skip sem sigla um lögsöguna verði vör við gæslu, en það mun ekki rætast á næstunni.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Freyja aðstoðar Loga

10:39 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Meira »

Tímabært að bjóða alvöru valkost

10:38 „Viðræðuferlið hefur gengið ótrúlega vel. Ég held að fólkið sem kom sér saman að um leita þessarar leiðar, að bjóða fram sameiginlegt framboð, sé meira og minna allt á sömu línunni hvað það er sem brennur á í Garðabæ,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir hjá Viðreisn. Meira »

Miði er möguleiki

09:52 Fyrir þá sem ekki fengu miða á Ísland Argentína þá er reyndar enn möguleiki. Það er reyndar háð því að maður eigi barn sem fæddist á árunum 2004-2007. Meira »

Rómantík í rafmagnsleysi

09:30 Þau komu víða við í morgunspjallinu í Ísland vaknar, enda nývöknuð eins og við flest. Töluvert var rætt um snúrur og hvað ætti að gera við gamlar loftnetssnúrur og hvað hefði orðið um DVD-spilara okkar. Meira »

Húsin standa á súlum

09:18 Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Meira »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »
Heimili í borginni - Laust í apríl..
Til leigu 2-3ja herb. íbúdir fyrir fjölskyldur og ferðalanga, einnig erlenda ges...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...