Samstarf Norðurlanda gæti eflst

Alyson Bailes
Alyson Bailes Jim Smart

Norðurlöndin gætu átt með sér mun öflugra og árangursríkara samstarf innan Evrópusambandsins en utan ef þau kysu svo. Reynslan sýnir að ESB hafi sýnt fullan skilning á nánu samstarfi Norðurlandanna allt síðan Danir gengu inn í sambandið.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Alyson Bailes, gestaprófessors við Háskóla Íslands, á fyrsta fundi í fundarröð Samfylkingarinnar um Evrópumálin sem fram fór fyrr í kvöld. Á þessum fyrsta fundi var sjónum beint að friðar- og öryggismálum ESB.


Í máli sínu gerði Bailes hin svonefndu mjúku völd ESB að umtalsefni. Benti hún á að eðli, uppruni og gildi ESB leyfðu ekki að hervaldi væri beitt í árásarskyni. Mjúku völdin fælust hins vegar í efnahagsáhrifum og óáþreifanlegum hlutum eins og góðri ímynd, miklum áhrif og trausti almennings sem ESB nýti í miklu mæli.

Að sögn Bailes eru margir haldnir þeirri ranghugmynd að aðild að ESB þýði sjálfkrafa andstaða gegn NATO og Bandaríkjunum. Minnti hún á að 21 af 27 aðildarríkjum ESB væru líka aðilar að NATO.

mbl.is

Bloggað um fréttina