Geti tekið 1 milljón úr séreignasjóðum

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um skyldusparnað verður að öllum líkindum kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna síðar í dag.

Ríkisútvarpið segir, að  samkvæmt  frumvarpinu verði fólki, sem á inneign í séreignarsjóði, heimilt að taka út allt að eina milljón króna en þó ekki allt í einu því greiðslum úr sjóðunum yrði skipt á sex til níu mánuði. 

Inneign í séreignarsjóðum er almennt ekki aðgengileg fyrr en eftir að þeir sem safna hafa náð sextugu. Greiðslur úr séreignarsjóðum eru skattskyldar.

mbl.is

Bloggað um fréttina