3 af 35 ódýrust á Íslandi

Sverrir Vilhelmsson

Þrjár af 35 veltuhæstu lyfjapakkningunum sem Sjúkratryggingastofnun niðurgreiddi fyrir landsmenn á síðasta ári voru ódýrastar á Íslandi í nýlegum norrænum samanburði. Þrjú lyfjanna voru dýrust á Íslandi. Lyfin voru ódýrust í Noregi í 23 tilvikum en dýrust í 30 tilvikum í Danmörku. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun Lyfjagreiðslunefndar.

Finnland er  nú tekið með í samanburðinum en auk þess eru samanburðarlöndin, Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Smásöluverð í Svíþjóð er uppreiknað með 24,5% virðisaukaskatti til að auðvelda samanburð á milli landa, þar sem virðisaukaskattur á lyfseðilsskyld lyf í Svíþjóð er 0%.

Á svipaðan hátt er smásöluverð í Finnlandi uppreiknað með 24,5% virðisaukaskatti en þar er virðisaukaskattur á lyfseðilskyld lyf 8%.

Heimasíða Lyfjagreiðslunefndar þar sem samanburðinn er að finna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert