Ingibjörg Sólrún fékk ekki upplýsingarnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Ómar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kannast ekki við að endurteknar viðvaranir seðlabankastjóra hafi ratað til sín. Hún viti til að mynda ekki hvað varð um skýrslu „eins færasta fjármálastöðugleikasérfræðings Evrópu“ sem Davíð Oddsson nefndi svo í Kastljósviðtalinu og sagðist hafa afhent ríkisstjórninni. Hann sagðist hafa látið forsætisráðherra hafa skýrsluna. „Ef það er rétt, þá barst hún ekki til mín.“

Ingibjörg sat fundi með Davíð í aðdraganda bankahrunsins. „Það voru mest fundir um gjaldeyrisvarasjóðinn.“

Ingibjörg kannast heldur ekki við að hafa heyrt af 10-15 manna sérstakri nefnd sérfræðinga sem Davíð kynnti á ríkisstjórnarfundi 30. september, en hún var þá undir læknishendi í New York.

„Ég veit hins vegar að starfandi var sérstök viðbragðsnefnd á árunum 2007 og 2008. Í henni voru fulltrúar frá forsætisráðuneytinu, fjármála- og viðskiptaráðuneytinu, ásamt FME og Seðlabanka en ég hef aldrei heyrt um þessa nefnd sem hann minnist nú á.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »