Bændasamtökin telja að ekki sé um brot að ræða

Frá búnaðarþingi á síðasta ári.
Frá búnaðarþingi á síðasta ári.

Bændasamtök Íslands telja sig ekki hafa brotið samkeppnislög en svo telur Samkeppniseftirlitsins sem úrskurðað hefur að BÍ skuli greiða 10 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir það sem kallað er ólöglegt verðsamráð. tjórn BÍ mun á næstu dögum fara yfir úrskurð Samkeppniseftirlitsins og ákveða í framhaldi af því hver viðbrögð samtakanna verða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Samkvæmt samkeppnislögunum eru allir þeir sem stunda atvinnustarfsemi skilgreindir sem fyrirtæki. Þetta á við um stórfyrirtæki jafnt sem einstaklinga eins og bændur.

Þessi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er byggð á umræðum á og í kjölfar Búnaðarþings á síðasta ári. Eins og fram kemur í gögnum Samkeppniseftirlits má rekja upphaf málsins til þess að 7. mars 2008 birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Sátt um hækkanir nauðsyn“. Í fréttinni var fjallað um Búnaðarþing ársins 2008 sem þá var nýlokið.

Á þinginu hafi komið fram að verðhækkun á matvöru hjá búvöruframleiðendum væri óumflýjanleg vegna ytri aðstæðna. Þar bentu bændur á þær gríðarlegu verðhækkanir sem þá voru orðnar á heimsmarkaði á aðföngum, s.s. áburði og fóðurbæti, eldsneyti og fleiru. Þar var einnig bent á þau áhrif sem þessar hækkanir myndu hafa á rekstur og afkomu bænda og allt sem þar var sagt er komið fram, því miður. Bændasamtökin hafna því að almennar umræður um stöðu og framtíðarhorfur íslenskra bænda geti valdið neytendum tjóni, eins og fram er haldið í úrskurði Samkeppniseftirlitsins.

Samtökin eru einnig ósammála framangreindri niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, fyrst og fremst vegna eðlis B.Í. sem í áratugi hafa starfað af heilindum fyrir neytendur og bændur," að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert