Afsökunarbeiðni

Ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is hefur fengið hörð viðbrögð frá lesendum vegna sjónvarpsfréttar, þar sem fjallað var um tvo atburði á Alþingi í gær, kveðjuræðu Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, og komu blindrahundsins X í þinghúsið. Það var ekki ætlunin með þessum fréttaflutningi að vega að Geir eða sýna hann í neikvæðu ljósi. Morgunblaðið biðst afsökunar á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina