Vilja vísa stjórnarskrármáli frá

Útlit er fyrir langar og harðar umræður um stjórnskipunarlög á …
Útlit er fyrir langar og harðar umræður um stjórnskipunarlög á Alþingi. mbl.is/Golli

Erfiðlega gengur að hefja aðra umræðu á Alþingi um breytingar á stjórnarskránni. Fjórir flokkar af 5 standa að breytingartillögunum í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur gagnrýnt lagafrumvarpið harðlega og hefur lagt fram tillögu um að málið verði tekið af dagskrá. Útlit er fyrir afar langa umræðu um málið.

Löng umræða stóð yfir á Alþingi fyrir hádegi um fundarstjórn forseta þingsins. Þar hafa sjálfstæðismenn lýst þeirri skoðun, að bíða eigi með umræðuna um stjórnarskipunarlögin þar til búið sé að afgreiða brýn mál, sem skipti heimili og fyrirtæki mikils. Hafa margir þeirra hvatt forseta þingsins til að boða til fundar með þingflokkum og leita sátta um framgang mála. Fram kom hjá mörgum þingmönnum flokksins, að þeir hefðu í huga að ræða mjög lengi um stjórnarskrármálið. 

Guðbjartur Hannesson, forseti þingsins, sagði að fundað yrði með þingflokksformönnum í hádegishléi klukkan 13. Á endanum gafst hann upp og gerði hlé á þingfundi um klukkan 12:45.

Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri að setja stjórnarskrármálið í einhvern búning, sem forsvaraði málþóf. Sagði hún flokkinn beita óeðlilegum vinnubrögðum og hann hefði m.a. reynt að taka frumvarp um hert gjaldeyrishöft í gíslingu á þriðjudag og spyrða það saman við stjórnarskrármálið.

Sagði hún að á fundi þingflokksformanna með forseta þingsins hefðu allir þingflokksformenn nema formaður Sjálfstæðisflokks byrja þingfundinn í dag á umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið. 

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eðlilegt að ræða um breytingar. Gallinn er sá, að þetta stjórnarskrármál leysir engan vanda heimila eða fyrirtækja.  Væri ekki vænlegra að ræða atvinnumál ungs fólks í landinu? spurði Sigurður Kári.  Sjálfstæðismenn muni ekki umgangast stjórnarskrána á handahlaupum. 

Frávísunartillaga Sjálfstæðisflokksins

Nefndarálit meirihluta sérnefndar um stjórnarskrármál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert