Yfir 100 kg af fíkniefnum

Flugfloti Landhelgisgæslunnar var á flugvellinum á Höfn í Hornafirði í ...
Flugfloti Landhelgisgæslunnar var á flugvellinum á Höfn í Hornafirði í dag. Sigurður Mar Halldórsson

Talið er að reynt hafi verið að smygla yfir 100 kílóum af fíkniefnum með skútu, sem kom upp að Djúpavogi í gær. Samkvæmt óstaðfestum heimildum mbl.is hefur lögreglan lagt hald á efnið og handtekið þrjá menn, sem fóru á slöngubáti til móts við skútuna.

Skútan hélt út á haf á ný og hafa lögregla og Landhelgisgæsla fylgst með henni. Liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Höfn nú síðdegis og var ætlunin að taka skútuna yfir.

Svipað mál kom upp í september árið 2007, Pólstjörnumálið svonefnda. Þá reyndu nokkrir menn að smygla yfir 60 kg af fíkniefnum með skútu, sem siglt var yfir Atlantshaf. Skútan lagðist að bryggju í Fáskrúðsfirði þar sem mennirnir voru handteknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina