„Á enn langt í land með að ná sér“

„Hún á langt í land enn með að ná sér, bæði líkamlega og andlega. Það stórsér ennþá á henni, aðallega í andliti. Það á einnig eftir að taka langan tíma að vinna úr sálarlífinu, “ segir Hrönn Óskarsdóttir, systir stúlkunnar sem numin var á brott í liðinni viku og barin til óbóta í Heiðmörk. Að sögn Hrannar mun systir hennar byrja í áfallahjálp hjá áfallateymi Landspítalans síðar í vikunni. 

Að sögn Hrannar fór fjölskyldan fljótlega eftir árásina út úr bænum, en kom heim aftur í gærkvöldi. Þá mættu allir vinir stúlkunnar í heimsókn með blóm og bangsa. Segir Hrönn að systur hennar hafi þótt afar vænt um að finna þann hlýhug og stuðning.  

„Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi bæði frá þeim sem þekkja okkur en líka frá þjóðinni, sem skiptir hana öllu máli. Síminn hefur ekki stoppað. Fólk er líka mjög reitt yfir því að svona geti gerst. Það geta allir samsamað sig með þessu því það eru unglingar í nær öllum stórfjölskyldum. Margir eru reiðir yfir því að hægt sé að vera laminn í köku ef þú gerir eða segir eitthvað sem einhverjum mislíkar,“ segir Hrönn og tekur fram að mikilvægt verði að dómarnir yfir árásarstúlkunum sendi skýr skilaboð um að svona hegðun verði ekki liðin í samfélaginu. 

Fram kom í Morgunblaðinu um helgina að unglingsstúlkurnar sem réðust á systur Hrannar munu að öllum líkindum sleppa með frestun ákæru eða skilorðsbundinn dóm, þó þær geti verið ákærðar fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, fjárkúgun og hótanir. 

„Almenningur þarf að verða sér meðvitaður um að þetta er í gangi hjá unglingum í dag. Við fullorðna fólkið getum ekki stungið hausnum í sandinn og látið eins og þetta sé ekki að gerast. Það er í okkar valdi að stoppa þetta. Þess vegna þarf að koma dómur sem sendir skýr skilaboð um að þessi mál séu tekin alvarlega og að þjóðfélagið sætti sig ekki við þetta. Við aðstandendur munum aldrei sætta okkur við einhvern málamyndadóm,“  segir Hrönn og bætir við:  „Systir mín var heppin, hún sleppur án varanlegra líkamlegra örkumla. En verði ekki send skýr skilaboð þá heldur þessi hegðun áfram og þá kemur að því að líf einhvers unglings á eftir að eyðileggjast. Við getum ekki bara látið eins og ekkert sé. Við þurfum að stoppa þessa hegðun,“ segir Hrönn og tekur fram að fjölskyldan hafi engan áhuga á skaðabótum. 

Spurð hvort fjölskyldan hafi heyrt eitthvað frá árásarstúlkunum sjálfum eða foreldrum þeirra svarar Hrönn því til að sumir foreldrar hafi haft samband. „Þeir foreldrar sem hafa haft samband við okkur eru miður sín yfir því hvað unglingar þeirra gerðu,“ segir Hrönn og tekur fram að í sumur tilvikum hafi hegðun árásarstúlknanna ekki komið á óvart þar sem þær hafi sumar verið í slæmum málum fyrir. 

Aðspurð segir Hrönn enn óvíst hvenær systir hennar muni mæta aftur í skólann. „Hún er að klára 10. bekk grunnskólans, þannig að hún ætti að fara að byrja í prófum en ég veit ekki hvað hún á eftir að treysta sér í. Það verður eitthvað að bíða betri tíma,“ segir Hrönn. Tekur hún fram að ekki sé hægt að senda stúlkuna í núverandi ástandi í lokapróf sem hafa úrslitaáhrif á það inn í hvaða framhaldsskóla hún komist og hefur þannig afgerandi áhrif á næstu fjögur árin í lífi hennar.

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hinrik vann silfurverðlaun

18:17 Hinrik Lárusson sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu vann silfurverðlaun í Nordic Junior Chefs-keppninni sem fór fram í Herning í Danmörku í dag. Svíþjóð lenti í fyrsta sæti í sömu keppni og Finnland í því þriðja. Meira »

Bað fórnarlömbin afsökunar

18:07 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bað fórnarlömb afsökunar og aðstandendur þeirra sem hafa átt um sárt að binda vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurbogar sem leiddu til þess að tilkynning um kynferðisbrot barst ekki til stjórnenda. Meira »

Afföll 19,5% hjá Arnarlaxi í Hringsdal

17:45 „Þetta er náttúrulega skaði fyrir fyrirtækið og það eru sögulega há verð í gangi svo við hefðum gjarnan viljað að fiskurinn væri seldur. En svona er bara eldi á dýrum, það eru afföll og við gerum ráð fyrir afföllum í okkar rekstri,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, í samtali við mbl.is. Meira »

Flestir fundið bein en ekki mannsbein

17:25 „Ég er búinn að vera til sjós í rúm þrjátíu ár og hef ekki upplifað neitt svona áður,“ segir Aðalsteinn R. Friðþjófsson skipstjóri á Fjölni GK, sem fékk líkamsleifar í veiðarfæri sín í síðasta mánuði. Meira »

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna síbrota

17:17 Karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík

17:08 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður oddviti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.  Meira »

Rekstur HSA enn í járnum

15:55 Rekstur Heilbrigðisstofnunnar Austurlands er enn í járnum, en Ríkisendurskoðun ítrekar þó ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ekki sé hins vegar víst ljóst hvort aðhaldsaðgerðir síðustu ára skili áframhaldandi árangri ef nauðsynlegum fjárfestingum er slegið á frest. Meira »

Veita aðgang að samræmdum prófum

16:23 Menntamálastofnun mun á næstu dögum veita aðgang að samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk, en um er að ræða próf í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir haustin 2016 og 2017. Þetta kemur í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem mbl.is greindi frá í gær. Meira »

„Var vinur minn réttdræpur?“

15:45 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »

„Hér er eitthvað sem fer ekki saman“

15:34 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, gerði langtímaatvinnuleysi að umtalsefni á Alþingi í dag og vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 væri mikill munur á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Meira »

DNA úr beinunum á leið til Svíþjóðar

15:13 „Við fáum beiðni um að greina þetta þá eru tekin úr þessu DNA sýni til rannsóknar. Þau eru send út til Svíþjóðar og það tekur yfirleitt þrjár vikur að fá niðurstöður,“ segir Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, sem hefur til rannsóknar líkamsleifarnar sem fundust á botni Faxaflóa. Meira »

Unnið að auknu öryggi á geðsviði

15:10 Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir að tillögur um sjálfsvígsforvarnir væntanlegar á næstu vikum. Svandís tekur fram að tillögur starshóps um málið feli í sér aðgerðir sem „eru byggðar á reynslu nágrannaþjóða Íslendinga af árangursríkum sjálfsvígsforvörnum.“ Meira »

Lögðu krans á leiði Birnu

15:02 Skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrir skömmu leggja krans á leiði Birnu Brjánsdóttur. Vildu skipverjarnir með þessu minnast þess að rúmt ár er frá láti Birnu. Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »
Tattoo
...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
 
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...