Magnús Þorsteinsson gjaldþrota

Magnús Þorsteinsson
Magnús Þorsteinsson mbl.is

Bú Magnúsar Þorsteinssonar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Krafa Straums á hendur Magnúsi nemur um milljarði króna.

Magnús flutti nýlega lögheimili sitt til Rússlands en dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra taldi að þar sem krafa um gjaldþrotaskipti kom fram áður en Magnús breytti um heimili, væri Magnús ekki undanþeginn lögsögu íslenskra dómstóla.

Magnús Þorsteinsson var umsvifamikill fjárfestir en hann keypti meðal annars Landsbankann á sínum tíma ásamt Björgólfsfeðgum. Þá var Magnús stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, sem m.a. keypti Eimskipafélagið af Burðarási.

Milljarður að láni

Krafa Straums-Burðaráss um gjaldþrotaskiptin er sett fram vegna  láns til Fjárfestinga ehf., eignarhaldsfélags Magnúsar, upp á rúman milljarð sem veitt var í október 2005. Lánið átti að endurgreiða í einu lagi tveimur árum síðar eða 10. október 2007. Straumur-Burðarás fékk í kjölfar lánveitingarinnar að handveði bréf í Icelandic Group en þar sem verðmæti bréfanna nægði ekki, kallaði Straumur-Burðarás eftir auknum tryggingum. Veðkall var gert í febrúar 2006 og var þá 75 milljóna króna reiðufjárinnistæða sett að handveði.

Þá var skilmálum upphaflega lánsins breytt, Magnús Þorsteinsson gerðist ábyrgðaraðili og gjalddagi var færður aftur til 10. október 2008. Með yfirlýsingu  sem undirrituð er 10. janúar 2008 tókst Magnús Þorsteinsson á hendur sjálfskuldarábyrgð  á greiðslu lánsins. Ábyrgð Magnúsar er þó takmörkuð við 930 milljónir króna, auk 20% ársvaxta frá 10. janúar 2008 til greiðsludags.

Fyrirsláttur og tafir

Í lok ágúst 2008 var enn gert veðkall og Straumur-Burðarás fór fram á frekari tryggingar. Á þeim tíma var Icelandic Group afskráð úr Kauphöll og enginn skipulegur verðbréfamarkaður með hlutabréf í félaginu. Straumur-Burðarás mátu það svo að augljóst væri að markaðsverð veðsettra bréfa í Icelandic Group væri langt frá því að uppfylla skilyrði um tryggingamörk.

Lánið var gjaldfellt 2. september 2008 og í kjölfarið höfðað innheimtumál á hendur Magnúsi.

Lögmaður Straums segir Magnús skulda 930 milljónir, auk vaxta, þar sem hann hafi gengist í ábyrgð fyrir skuld eigin eignarhaldsfélags. Lögmaður Magnúsar telur hins vegar sjálfskuldarábyrgðina ógilda.

Í gjaldþrotaúrskurði héraðsdóms Norðurlands eystra segir að Straumur-Burðarás telji  ljóst að málsúrslit úr innheimtumálinu, sem höfðað var í september 2008, mun dragast verulega vegna málsvarna Magnúsar, sem að mati Straums-Burðaráss einkennist af „fyrirslætti og viðleitni til að tefja málið.“

Gat ekki bent á eignir

Straumur-Burðarás krafðist þess 6. febrúar sl. að eignir Magnúsar yrðu kyrrsettar til tryggingar skuldinni. Gerðinni lauk án árangurs 20. febrúar sl. þar sem Magnús gat ekki bent á eignir til tryggingar. Straumur-Burðarás telur ekkert gefa til kynna að Magnús Þorsteinsson sé fær um að standa í skilum innan skamms tíma.

Lögmaður Magnúsar telur að Magnús sé fær um að standa full skil á skuldbindingum sínum. Magnús sé ekki í persónulegum vanskilum og hafi staðið lánardrottnum sínum skil á þeim skuldbindingum sem hann hafi gengið í og hafi komið í gjalddaga og Magnús telji sig fullfæran um að standa skil á skuldbindingum sínum um fyrirsjáanlega framtíð.

Lögmaður Magnúsar bendir á að Magnús stundi umfangsmikla viðskiptastarfsemi í Rússlandi. Kyrrsetningargerðin gefi því ranga mynd af fjárhag Magnúsar. Þá telur lögmaður Magnúsar að þar sem Magnús eigi ekki lögheimili á Íslandi og sé ekki undanþeginn lögsögu dómstóla í öðrum ríkjum verði ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti á búi Magnúsar ekki beitt.

Ekki undanþegin íslenskri lögsögu

Samkvæmt vottorði þjóðskrár breytti Magnús, sem áður bjó á Akureyri, um heimili 7. apríl 2009 og á nú heimili í Rússlandi. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi hins vegar 2. mars 2009 eða rúmum mánuði áður en Magnús flutti lögheimili sitt. Dómari mat það því svo að Magnús væri ekki undanþeginn lögsögu íslenskra dómstóla.

Magnús hefur nú tvær vikur til að skjóta úrskurði héraðsdóms til hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...