Íslendingar falla í fjármálalæsi

mbl.is/Júlíus

Íslendingar fá 4,3 í einkunn í fjármálalæsi, miðað við fyrstu rannsóknina sem gerð hefur verið á fjármálalæsi þjóðarinnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að fólk vill fræðast um fjármál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að á 38% íslenskra heimila er haldið heimilisbókhald.

63% landsmanna leggja fyrir í séreignarlífeyrissparnað og 60% leggja fyrir eða eiga sérstakan varasjóð til að mæta óvæntum skakkaföllum eða tekjumissi.

Alls sögðust rúm 80% þátttakenda vera að greiða af einhvers konar láni eða nýta yfirdráttarheimild í banka. Af þeim eru fasteigna- og bifreiðalán algengust. Hæsti yfirdráttur einstaklings var 3,8 milljónir króna

Tæplega 51% Íslendinga telja mjög litlar eða nær engar líkur vera á því að þeir geti ekki greitt afborganir af lánum eða borgað skuldir á réttum tíma á næstu 6 mánuðum. Hins vegar telja um 12% Íslendinga miklar líkur á slíku.
Tæpur fjórðungur sagðist hafa frekar eða miklar áhyggjur af eigin fjármálum. Annar fjórðungur sagðist hafa nokkrar áhyggjur af eigin fjármálum og 35% aðspurðra sagðir hafa frekar litlar áhyggjur. Tæpur fimmtungur Íslendinga segjast hafa mjög litlar eða nær engar áhyggjur af eigin fjármálum.

Athygli vekur að rúmlega 42% Íslendinga hafa mjög eða frekar mikinn áhuga á því að fá ítarlegri fræðslu um fjármál.
Meðaltal réttra svara á þekkingarhluta rannsóknarinnar var 53%. Ef gefa ætti einkunn hefði mátt draga 0,25 frá fyrir röng svör við fjölvalsspurningum með 4 svarmöguleikum þar sem 25% líkur eru á að ramba á rétt svar. Út frá því hefði mátt gefa þátttakendum meðaleinkunnina 4,28 á skalanum 0-10.

Einungis tíundi hver þátttakenda gerir sér grein fyrir rekstrarkostnaði bifreiða. Almennt töldu þátttakendur kostnaðinn um helmingi lægri en sem nemur útreikningi Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Meirihluti, eða 62%, gerði sér grein fyrir að breytilegir vextir væru áhættusamari en fastir vextir að öðru óbreyttu, en að sama skapi vissu fáir, eða um 36%, að LIBOR vextir sem gjarnan er vísað til í sambandi við myntkörfulán eru breytilegir.

Fjármálalæsi er getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklingsins, að því er segir í tilkynningu. 

Það feli meðal annars í sér getuna til að greina fjármálavalmöguleika, fjalla um peninga án vandkvæða (eða þrátt fyrir þau), gera framtíðaráætlanir og bregðast við breytingum sem hafa áhrif á fjármál einstaklingsins, þar með talið breytingum á efnahagslífinu í heild. Fjármálalæsi greinist í þekkingu, hegðun og viðhorf.

Rannsóknin var unnin af Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknum og greiningu fyrir Viðskiptaráðuneytið og Samtök fjárfesta. Hún náði til 966 manna tilviljunarúrtaks Íslendinga á aldrinum 18-80 ára. Svarhlutfall var 65%. Rannsóknin hefur verið valin af OECD sem ein af tíu rannsóknum í heiminum sem grunnur að staðli fyrir rannsóknir í fjármálalæsi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »