Íslendingar falla í fjármálalæsi

mbl.is/Júlíus

Íslendingar fá 4,3 í einkunn í fjármálalæsi, miðað við fyrstu rannsóknina sem gerð hefur verið á fjármálalæsi þjóðarinnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að fólk vill fræðast um fjármál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að á 38% íslenskra heimila er haldið heimilisbókhald.

63% landsmanna leggja fyrir í séreignarlífeyrissparnað og 60% leggja fyrir eða eiga sérstakan varasjóð til að mæta óvæntum skakkaföllum eða tekjumissi.

Alls sögðust rúm 80% þátttakenda vera að greiða af einhvers konar láni eða nýta yfirdráttarheimild í banka. Af þeim eru fasteigna- og bifreiðalán algengust. Hæsti yfirdráttur einstaklings var 3,8 milljónir króna

Tæplega 51% Íslendinga telja mjög litlar eða nær engar líkur vera á því að þeir geti ekki greitt afborganir af lánum eða borgað skuldir á réttum tíma á næstu 6 mánuðum. Hins vegar telja um 12% Íslendinga miklar líkur á slíku.
Tæpur fjórðungur sagðist hafa frekar eða miklar áhyggjur af eigin fjármálum. Annar fjórðungur sagðist hafa nokkrar áhyggjur af eigin fjármálum og 35% aðspurðra sagðir hafa frekar litlar áhyggjur. Tæpur fimmtungur Íslendinga segjast hafa mjög litlar eða nær engar áhyggjur af eigin fjármálum.

Athygli vekur að rúmlega 42% Íslendinga hafa mjög eða frekar mikinn áhuga á því að fá ítarlegri fræðslu um fjármál.
Meðaltal réttra svara á þekkingarhluta rannsóknarinnar var 53%. Ef gefa ætti einkunn hefði mátt draga 0,25 frá fyrir röng svör við fjölvalsspurningum með 4 svarmöguleikum þar sem 25% líkur eru á að ramba á rétt svar. Út frá því hefði mátt gefa þátttakendum meðaleinkunnina 4,28 á skalanum 0-10.

Einungis tíundi hver þátttakenda gerir sér grein fyrir rekstrarkostnaði bifreiða. Almennt töldu þátttakendur kostnaðinn um helmingi lægri en sem nemur útreikningi Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Meirihluti, eða 62%, gerði sér grein fyrir að breytilegir vextir væru áhættusamari en fastir vextir að öðru óbreyttu, en að sama skapi vissu fáir, eða um 36%, að LIBOR vextir sem gjarnan er vísað til í sambandi við myntkörfulán eru breytilegir.

Fjármálalæsi er getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklingsins, að því er segir í tilkynningu. 

Það feli meðal annars í sér getuna til að greina fjármálavalmöguleika, fjalla um peninga án vandkvæða (eða þrátt fyrir þau), gera framtíðaráætlanir og bregðast við breytingum sem hafa áhrif á fjármál einstaklingsins, þar með talið breytingum á efnahagslífinu í heild. Fjármálalæsi greinist í þekkingu, hegðun og viðhorf.

Rannsóknin var unnin af Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknum og greiningu fyrir Viðskiptaráðuneytið og Samtök fjárfesta. Hún náði til 966 manna tilviljunarúrtaks Íslendinga á aldrinum 18-80 ára. Svarhlutfall var 65%. Rannsóknin hefur verið valin af OECD sem ein af tíu rannsóknum í heiminum sem grunnur að staðli fyrir rannsóknir í fjármálalæsi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flestir taka ekki afstöðu til Brexit

15:18 Rúmlega þriðjungur landsmanna er andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 36% en 18% eru henni hlynnt. Stærstur hluti landsmanna hefur hins vegar enga sérstaka skoðun á málinu eða 46%. Meira »

Velferðarstyrkur hækkar um 6%

15:08 Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6% frá næstu áramótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Segir ekkert nema tækifæri fram undan

14:59 „Við þurfum að móta okkur stefnu og gera áætlanir um hvernig við ætlum að mæta þeirri áskorun að vernda náttúru okkar en um leið að nýta hana landsmönnum til heilla,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðu um atvinnustefnu á opinberum ferðamannastöðum. Meira »

„Pakkaflóð á Alþingi“

14:57 „Á meðan þjóðin var upptekin við að greina dónatal á bar fór pakkaflóðið á Alþingi Íslendinga að mestu fyrir ofan garð og neðan en þar kennir ýmissa grasa,“ skrifar Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í föstudagspistli sínum. Meira »

Lögreglan í beinni frá 16 til 04

14:35 „Tilgangurinn með löggutístinu er að gefa fólki innsýn í störf lögreglu og fá tilfinningu fyrir því hvað við erum að gera, hvernig lögreglan virkar og hvað verkefni okkar eru margvísleg,“ segir Þórir Ingvarsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Formaður VR pantar gul vesti

14:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur fólk til að mótmæla stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ragnar birti mynd á Facebook í dag af gulu vesti með áletrunum og spyr hvort hann eigi að panta fleiri. Meira »

Óttuðust viðbrögð samfélagsins

13:55 Meðan á verkefni dómsmálaráðuneytisins um greiðslu sanngirnisbóta stóð á árunum 2010 til 2018 fékk tengiliður þess, Guðrún Ögmundsdóttir, um 3.500 símtöl og ríflega 1.500 tölvupósta sem þurfti að svara. Meira »

Hlýtt og blautt veður um helgina

13:23 Áfram verður hlýtt og blautt víðast hvar á landinu um helgina, samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Útlit er fyrir að kólna muni í veðri fyrir næstu helgi, helgina fyrir jól, og þá gæti snjóað. Meira »

Ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar

13:23 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu sinnar, stórfelldar ærumeiðingar í hennar garð og að hafa móðgað hana og smánað með því að hafa skrifað rætin ummæli um hana og birt myndir af henni á vefnum, meðal annars fáklæddri. Meira »

Róa stanslaust í heila viku

13:23 Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, fjórir karlar og þrjár konur, ætla að róa stanslaust í eina viku í verslun Under Armour í Kringlunni og safna fjármunum fyrir Frú Ragnheiði — skaðaminnkun. Leikar hefjast klukkan 17 í dag. Meira »

Ásmundur skipar í þrjár stöður

13:10 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ákveðið hverjir munu skipa embætti ráðuneytisstjóra í nýju félagsmálaráðuneyti sem tekur til starfa um áramótin, embætti skrifstofu fjárlaga í ráðuneytinu og embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. Meira »

Aflið fær 18 milljónir frá ríkinu

13:03 Aflið á Akureyri, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, fær 18 milljóna króna framlag frá ríkinu til að standa straum af starfsemi sinni sem felst í þjónustu við þolendur kynferðis- og heimilisofbeldi, samkvæmt nýjum samningi. Meira »

Færri nýskráningar í jólaaðstoð

13:00 „Það eru ekki eins margir nýir og við höfum oft verið að skrá,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, þar sem frestur til að sækja um jólaaðstoð rennur út í dag. Tilfinningin sé sú að jafnvel séu þeir færri sem þurfi að sækja um úrræðið í ár en áður. Meira »

Dæmdur fyrir að taka vörur út í óleyfi

12:26 Héraðsdómur Vestfjarða dæmi í dag karlmann á nítjánda aldursári í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta viðskiptakort fyrirtækis í eigin þágu í heimildarleysi. Meira »

„Urðu ekki aðeins fyrir andlegum skaða“

12:06 Engin könnun hefur farið fram á því hvernig sanngirnisbæturnar sem voru greiddar til þeirra sem dvöldu sem börn á stofnunum eða heimilum nýttust þeim sem þær fengu. Meira »

Ólíklegt að samningar takist

11:33 „Okkar mat á stöðunni núna er að það sé ólíklegt, svo ekki sé nú meira sagt, að það náist að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir áramót,“ segir Flosi Eiríksson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Lukku Láki og Ástríkur fá endurgreitt

11:24 Fyrsta grein frumvarps um stuðnings við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í morgun með 59 atkvæðum gegn tveimur. Allsherjar- og menntamálanefnd lagði til nokkrar breytingar á frumvarpi menntamálaráðherra; meðal annars að ritraðir séu skilgreindar sem bók, ekki tímarit. Meira »

Styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands

11:18 Mjólkursamsalan styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands fyrir jólin sem nemur um tveimur milljónum króna í formi vöruúttektar. Meira »

Miðflokkurinn tapar mestu fylgi

11:12 Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist sem fyrr með mest fylgi ís­lenskra stjórn­mála­flokka sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un MMR. Flokk­ur­inn er með tæp­lega 23% fylgi sem er um einu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Samfylkingin er með næstmest fylgi, eða 16,9% og Píratar eru með 14,4% fylgi. Meira »
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
Bolir o.fl.
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolir kr. 3.990 Peysa kr. 4.990 Buxur k...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...