Íslendingar falla í fjármálalæsi

mbl.is/Júlíus

Íslendingar fá 4,3 í einkunn í fjármálalæsi, miðað við fyrstu rannsóknina sem gerð hefur verið á fjármálalæsi þjóðarinnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að fólk vill fræðast um fjármál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að á 38% íslenskra heimila er haldið heimilisbókhald.

63% landsmanna leggja fyrir í séreignarlífeyrissparnað og 60% leggja fyrir eða eiga sérstakan varasjóð til að mæta óvæntum skakkaföllum eða tekjumissi.

Alls sögðust rúm 80% þátttakenda vera að greiða af einhvers konar láni eða nýta yfirdráttarheimild í banka. Af þeim eru fasteigna- og bifreiðalán algengust. Hæsti yfirdráttur einstaklings var 3,8 milljónir króna

Tæplega 51% Íslendinga telja mjög litlar eða nær engar líkur vera á því að þeir geti ekki greitt afborganir af lánum eða borgað skuldir á réttum tíma á næstu 6 mánuðum. Hins vegar telja um 12% Íslendinga miklar líkur á slíku.
Tæpur fjórðungur sagðist hafa frekar eða miklar áhyggjur af eigin fjármálum. Annar fjórðungur sagðist hafa nokkrar áhyggjur af eigin fjármálum og 35% aðspurðra sagðir hafa frekar litlar áhyggjur. Tæpur fimmtungur Íslendinga segjast hafa mjög litlar eða nær engar áhyggjur af eigin fjármálum.

Athygli vekur að rúmlega 42% Íslendinga hafa mjög eða frekar mikinn áhuga á því að fá ítarlegri fræðslu um fjármál.
Meðaltal réttra svara á þekkingarhluta rannsóknarinnar var 53%. Ef gefa ætti einkunn hefði mátt draga 0,25 frá fyrir röng svör við fjölvalsspurningum með 4 svarmöguleikum þar sem 25% líkur eru á að ramba á rétt svar. Út frá því hefði mátt gefa þátttakendum meðaleinkunnina 4,28 á skalanum 0-10.

Einungis tíundi hver þátttakenda gerir sér grein fyrir rekstrarkostnaði bifreiða. Almennt töldu þátttakendur kostnaðinn um helmingi lægri en sem nemur útreikningi Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Meirihluti, eða 62%, gerði sér grein fyrir að breytilegir vextir væru áhættusamari en fastir vextir að öðru óbreyttu, en að sama skapi vissu fáir, eða um 36%, að LIBOR vextir sem gjarnan er vísað til í sambandi við myntkörfulán eru breytilegir.

Fjármálalæsi er getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklingsins, að því er segir í tilkynningu. 

Það feli meðal annars í sér getuna til að greina fjármálavalmöguleika, fjalla um peninga án vandkvæða (eða þrátt fyrir þau), gera framtíðaráætlanir og bregðast við breytingum sem hafa áhrif á fjármál einstaklingsins, þar með talið breytingum á efnahagslífinu í heild. Fjármálalæsi greinist í þekkingu, hegðun og viðhorf.

Rannsóknin var unnin af Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknum og greiningu fyrir Viðskiptaráðuneytið og Samtök fjárfesta. Hún náði til 966 manna tilviljunarúrtaks Íslendinga á aldrinum 18-80 ára. Svarhlutfall var 65%. Rannsóknin hefur verið valin af OECD sem ein af tíu rannsóknum í heiminum sem grunnur að staðli fyrir rannsóknir í fjármálalæsi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

90% með hjálm á hjóli

20:33 90% hjólreiðafólks hjólar með hjálm á höfði. Þriðjungur klæðist sýnileikafatnaði sérstökum, eins og endurskinsflíkum.  Meira »

Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði

20:17 Lilja Dögg mennta- og menningarmálaráðherra mælir senn fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi. Hún segir að til greina komi að taka RÚV af auglýsingamarkaði og bæta tekjutapið með öðrum hætti. Meira »

Fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins

19:39 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirstrikaði sameiginlegan skilning á upptöku þriðja orkupakkans á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag og skoraði á ESB að fella niður tolla á íslenskar sjávarafurðir. Meira »

Menn vilja fara með löndum

19:12 Forsætisnefnd Alþingis mun gefa sér góðan tíma til að kanna hvaða afstaða verði tekin til álits siðanefndar um að Þórhildur Sunna hafi brotið gegn siðareglum þingsins. Greinargerð Þórhildar var lögð fyrir á fundi forsætisnefndar í morgun. Meira »

Losunin frá flugi allt að þrefalt meiri

18:59 Heildarlosun hjá íslenskum flugrekendum er líklega tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau rúm 820 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem gerð hafa verið upp fyrir flug innan EES ríkja á síðasta ári. Þetta segir Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Plast á víð og dreif um urðunarstöð

18:40 Í myndskeiði af urðunarstöð í Fíflholti á Mýrum má sjá plast á víð og dreif. Framkvæmdastjóri urðunarstöðvarinnar segir að það sé vanalegt en að það sé engu að síður vandamál. Meira »

14.500 tonna aukning verði í áföngum

18:29 Skipulagsstofnun telur að efni séu til að kveða á um að framleiðsluaukning laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði verði gerð í áföngum. Framleiðslan verði þannig aukin í skrefum og að reynsla af starfseminni og niðurstöður vöktunar stýri ákvörðunum um að auka framleiðslu frekar. Meira »

Spyr hvort þvinga eigi orkupakkann í gegn

18:21 Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar furðuðu sig á því að umræða um útlendinga og lagafrumvarp dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd og brottvísunartilskipun hafi verið tekið af dagskrá þingfundar, einungis rúmum klukkutíma eftir að greidd voru atkvæði um dagskrá þingfundar. Meira »

„Allir bestu vinir á Múlalundi“

17:52 „Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag. Meira »

Endurupptökubeiðnin hefur verið send

17:04 Íslenska ríkið hefur sent yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu beiðni um að Landsréttarmálið svokallaða verði endurskoðað. Ekki verður gripið til frekari aðgerða í málinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort yfirdeild MDE taki málið upp að nýju. Meira »

Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra

16:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur að því, í óundirbúnum fyrirspurnatíma, hvernig Katrín ætlaði að beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar fyrir því að „úrtöluraddir um þátttöku Íslands í dýrmætu alþjóðasamstarfi“ næðu ekki yfirhöndinni með „vafasömum áróðri“. Meira »

Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

16:24 Efnahagshrunið hafði áhrif á hjartaheilsu Íslendinga. Bæði hjá körlum og konum en meiri hjá körlum. Áhrifin voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveimur árum eftir hrun. Meira »

Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

16:11 Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009. Meira »

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

15:55 Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Breytt fjölmiðlafrumvarp lagt fram

15:35 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Meira »

„Kemur verulega á óvart“

15:30 „Þetta kemur mér verulega á óvart. Mér fannst mjög skemmtilegt að vera tilnefnd, en átti alls ekki von á því að vinna enda flottar bækur tilnefndar til verðlaunanna í ár – sem helgast af því að 2018 var mjög sterkt ljóðaár, “ segir Eva Rún Snorradóttir sem fyrr í dag hlaut Maístjörnuna. Meira »

Áfrýjar dómi fyrir brot gegn dætrum

15:29 Karlmaður sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og dóttur í Héraðsdómi Reykjaness í apríl hefur áfrýjað 6 ára dómi sínum til Landsréttar. Eiginkona hans hefur ekki enn áfrýjað dóminum. Meira »

„Ég hef verið heppinn“

15:05 „Ég er þakklátur og glaður og ég hef verið heppinn. Það hefur gengið nokkuð vel og ég hef aldrei orðið fyrir manntjóni og það er ekki sjálfgefið,“ segir Ólafur Helgi Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli, sem látið hefur af störfum eftir fjörutíu ár um borð í skipinu. Meira »

Eftir að taka skýrslu af 5 farþegum

15:00 Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysinu á Suðurlandsvegi í Öræfum 16. maí síðastliðinn miðar vel. Búið er að taka skýrslu af öllum farþegum og ökumanni að undanskildum fimm einstaklingum vegna rannsóknarinnar. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...