Skattar svipaðir og 2005-2007

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra er þau …
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra er þau kynntu nýjan stjórnarsáttmála í Norræna húsinu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að núverandi ríkisstjórn muni ekki auka tekjur ríkissjóðs í gegnum skatta meira en var gert á árunum 2005 til 2007. Þá hafi skatttekjur ríkissjóðs verið um 35% af vergri landsframleiðslu. Þetta kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld.

„Við munum ekki auka tekjur ríkissjóðs - og þá í gegnum skattaöflun - meira heldur en var t.d á árunum 2005 til 2007. Það eru nú ákveðin skilaboð í því, vegna þess á árunum 2005 til 2007 þá voru tekjur ríkissjóðs, sem hlutfall af landsframleiðslu, um 35%. En í þeirri áætlun sem við erum að skoða núna alveg til ársins 2013 þá eru tekjurnar einhversstaðar á bilinu 30-35% sem við ætlum inn í ríkissjóð,“ sagði Jóhanna í viðtali við Kastljósið.

„Það er alveg klárt að við munum beita allt öðrum vinnubrögðum heldur en að hefur verið gert við að því er varðar að ná niður hallanum. Við munum fara út í að forgangsraða. Við munum ekki fara niður í flatan niðurskurð af því að við erum að verja ákveðna hluta af velferðarkerfinu. Grunnþjónustuna og stöðu þeirra sem verst eru settir. En til þess að ná niður halla þá eru bara þrjár leiðir. Að auka tekjurnar, fara í hagræðingu - sem við munum gera mjög mikið af - og síðan er það niðurskurður,“ sagði Jóhanna ennfremur.

Hlutfall skatttekna af vergri landsframleiðslu undanfarin ár. Myndin er í …
Hlutfall skatttekna af vergri landsframleiðslu undanfarin ár. Myndin er í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka