Tímabært að njóta velgengni

Selma Björnsdóttir sló í gegn árið 1999 með All out ...
Selma Björnsdóttir sló í gegn árið 1999 með All out of luck. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Hún stóð sig stórkostlega vel, aðeins átján ára og með bestu söngvurunum í keppninni. Atriðið var ótrúlega fallegt og draumkennt og mér fannst það koma best út í allri myndvinnslu og útliti. Maður fylltist þvílíku stolti,“ segir Selma Björnsdóttir, sem er eini íslenski Evróvisjónkeppandinn sem hefur náð sama árangri og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir náði í keppninni í gærkvöld.

Tíu ár eru liðin frá því að Selma stóð á sviðinu í Ísrael og keppti þar með lagi Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, All out of luck og náði þar með allra besta árangri íslensku Evróvisjónsögunnar til þess tíma, öðru sæti með 146 stig. Þá var það hin sænska Charlotte Nilsson sem fékk 163 stig fyrir flutning sinn á laginu Take Me To Your Heaven.

Selma segir sætið nú vissulega það sama en mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum áratug sem liðinn er. „Þetta er á öðrum forsendum því landslagið er allt öðruvísi. Árið 1999 voru engar forkeppnir, enda keppnislöndin aðeins 23 talsins í stað 42 þjóða nú. Þetta er allt önnur keppni í dag.“

Að sama skapi var spennan um fyrsta sætið öllu meiri fyrir tíu árum þegar Ísland blandaði sér raunverulega í baráttuna um það. Selma viðurkennir þó að stemningin þá hafi óneitanlega rifjast upp fyrir henni í gærkvöld, þar sem hún fylgdist með keppninni ásamt vinum og vandamönnum, sem mættu til hennar í matarboð og Evróvisjónpartý. „Þetta rifjast upp á hverju ári og maður fyllist samkennd rétt áður en Ísland fer á svið. Eins finnur maður fiðringinn og spenninginn í stigatalningunni á hverju einasta ári. Auðvitað var dálítið fúlt að eiga ekkert í Nossarann en það var ekkert við því að gera, hann sló þarna öll met, fékk 16 tólfur, sem hefur aldrei áður gerst.“

Selma segir aðspurð að sennilega muni það taka Jóhönnu nokkurn tíma að ná áttum eftir keppnina. „Þetta er rosaleg törn og mikil rússibanareið, sérstaklega þegar manni er spáð ofarlega í sæti. Þá þarf að reyna að halda sér niðri við jörðina því maður veit að oft ganga þessar spár ekkert eftir. Sennilega er Jóhanna bara þreytt núna enda ennþá í flugi. Næstu daga á þetta eftir að síast betur inn og hún fær að njóta þess meira.“

En var þetta ekki bara besta útkoman fyrir okkur, eins og staða þjóðarinnar er m.t.t. þess kostnaðar sem hefði hlotist af því að sigra? „Það hefði nú samt verið gaman fyrir okkur – einmitt í þessu ástandi núna – að fá að halda keppnina,“ andmælir Selma. „Við hefðum alveg mátt við landkynningu á jákvæðum forsendum þótt buddan kannski leyfi það ekki. Hins vegar var orðið tímabært að njóta loksins velgengni í Evróvisjón því við erum búin að bíða í tíu ár eftir þessu. Við getum því fagnað því að eiga aftur von í keppninni.“

Selma segir keppnina allt aðra nú en fyrir tíu árum.
Selma segir keppnina allt aðra nú en fyrir tíu árum. HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin.” Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »

Tóku ekki þátt í tali þingmannanna

18:04 „Það er ekki í frásögu færandi að kollegar fara á bar til að spjalla um daginn og veginn og hitta þar fyrir aðra kollega. Á Klaustri heilsaði ég líka öðrum sem ég þekki - eins og maður gerir,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Reykjavík í kjölfar fullyrðingar vefsins Viljinn.is um að stjórnmálamennirnir sem hist hafi á barnum Klaustri í síðasta mánuði hafi ekki verið sex heldur átta. Meira »

Slösuð kona sótt í Reykjadal

17:31 Hjálparsveit skáta í Hveragerði var í dag kölluð út vegna konu sem tilkynnt var um að hefði slasast í Reykjadal ofan Hveragerðis. Meira »

Varað við kröftugum vindhviðum

15:40 Varasöm akstursskilyrði munu skapast sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en þá gengur í suðaustanhvassviðri eða storm og jafnvel staðbundið rok með rigningu á láglendi en sjókomu á heiðum og fjallvegum. Meira »

Bílvelta við Hof á Akureyri

15:34 Bifreið valt á Glerárgötu við menningarhúsið Hof á Akureyri nú rétt fyrir kl. 15 í dag. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu engin meiðsli á fólki. Meira »

Ófært á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði

14:43 Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en annars hálka á flestum fjallvegum í landshlutanum og hálkublettir víða á láglendi. Meira »

Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

13:58 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Frey Árnason, löggiltan skipasala og eiganda skipasölunnar S. Á. Firma ehf., til að sæta fangelsi í átján mánuði fyrir fjárdrátt. Hefur Sigurður verið fundinn sekur um að hafa dregið sér krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir 27.123.346 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi. Meira »

Ljúf stemning í Heiðmörk

12:02 Það er ljúf jólastemning í skógræktinni í Heiðmörk nú um helgina á hinum sívinsæla jólamarkaði.   Meira »

Fjölbreytni skilar betri vinnustað

11:45 Á annað hundrað einstaklingar hafa fengið vinnu í gegnum starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma á síðustu árum. Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi í IPS samstarfsverkefni VIRK og Laugaráss meðferðargeðdeildar, segir mikilvægt í rekstri allra fyrirtækja að horfa til fjölbreytni starfsfólks. Meira »

117% nýting sjúkrarúma

11:41 „Enn þyngist róðurinn hjá okkur á spítalanum,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vef sjúkrahússins. Hann segir að í nýliðinni viku hafi rúmanýtingin náð 117% á bráðalegudeildum en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að hún sé um 85%. Meira »

Flutningaskip strand á sandrifi

10:41 Hollenskt flutningaskip strandaði á litlu sandrifi í Hornafjarðarhöfn um áttaleytið í morgun. Ólíklegt er að skipið hafi skemmst og vonast er til þess að það losni af strandstað á næsta flóði í kvöld. Meira »

Hvernig munu spilin leggjast?

08:53 Eftir storminn í íslenskri pólitík undanfarna viku vegna Klausturmálsins ætla þau Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, og Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill hjá KOM, að fara yfir pólitíska landslagið og framhaldið á þingi. Þau verða gestir á Þingvöllum klukkan 10 á K100. Meira »

„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

08:44 Aðeins sautján manns eru nú með vetursetu í Árneshreppi. Sex íbúar hafa flutt frá þessu fámennasta sveitarfélagi landsins síðustu mánuði. Oddvitinn hefur nú sent ráðamönnum enn eitt bréfið um úrbætur en sem fyrr hafa viðbrögðin látið á sér standa. Meira »

Veðurstofan spáir stormi

08:05 Veðurstofan varar við því að á morgun muni ganga á með hvassviðri og stormi síðdegis. Rigning verður á láglendi en snjókoma á heiðum. Meira »

Ráðist á dyravörð

07:57 Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fylltust í nótt. Þegar þær í Reykjavík voru orðnar fullar var byrjað að vista fólk, sem handtekið var vegna ýmissa meintra brota, í Hafnarfirði. Meira »

Ágúst tekinn af listanum

Í gær, 22:01 Forsætisnefnd Alþingis barst í lok nóvember erindi með tölvupósti frá hópi þingmanna þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki Klaustursmálið til meðferðar vegna meintra siðabrota. Þar á meðal var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Nafn hans hafði hins vegar verið fjarlægt af listanum í skriflegu erindi sem barst nefndinni 3. desember. Meira »

Kom Þorsteini ekki á óvart

Í gær, 20:08 „Ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um mál Ágústar. Það hefur bara sinn gang og er auðvitað bara jafn sorglegt og hitt,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is. Það kom honum ekki á óvart að mál af svipuðum toga og Klaustursmálið kæmi upp í framhaldinu. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...