Hægt að ná samstöðu

Ráðherrar í sætum sínum á Alþingi.
Ráðherrar í sætum sínum á Alþingi. mbl.is/Össur

Umræða um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að Ísland gangi til viðræðna við Evrópusambandið um aðild hófst á Alþingi klukkan 10. Gert er ráð fyrir að umræðan standi fram á kvöld.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, mælti fyrir tillögu stjórnarinnar og sagði að með henni væri þingið að búa málið í hendur þjóðarinnar. 

Þá sagðist hann fagna því, að komin væri fram  önnur tillaga um málið frá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Þetta væri söguleg tillaga þar sem í reynd væri verið að leggja til að sama leið sé farin og ríkisstjórnin leggur til þótt málatilbúnaður sé öðruvísi og miðað sé við að umsókn liggi fyrir síðar á árinu.

Þetta sýnir, sagði Össur, að það er hægt á þessu þingi að ná samstöðu um mikilvæg mál. Bætti hann við, að alger samstaða allra flokka væri, að standa varðstöðu um auðlindir Íslands, fari svo að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina