Fréttaskýring: Grundvallarspurning um mann og náttúru

Helstu hluthafar í ORF Líftækni, sem sótt hefur um leyfi til tilraunaútiræktunar á erfðabreyttu byggi, eru Valiant Fjárfestingar með 25%, Landbúnaðarháskóli Íslands með hátt í 12%, Björn Lárus Örvar og Einar Mäntylä með 5% hvor og svo á fjórða tug minni hluthafa. Búið er að leggja á annan milljarð króna í fyrirtækið og því um miklar upphæðir að tefla. Á sama tíma eru m.a. rannsóknir LbhÍ notaðar til rökstuðnings með umsókninni. Því er spurt, er mark takandi á vísindaráðgjöf hluthafa í sjálfu fyrirtækinu?

Þessa gagnrýni segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF, ósanngjarna og nánast árás á starfsheiður vísindamanna sem komu að rannsóknum LbhÍ. „Þeir hafa engra hagsmuna að gæta og eiga ekkert í fyrirtækinu. Það sem skiptir þá mestu máli er að ekki falli blettur á þeirra fagþekkingu.“ Eignarhluturinn sé þannig tilkominn að við upphaf verkefnisins, árið 2001, hafi það verið framkvæmt á rannsóknarstofu skólans. Sú þjónusta og kostnaður sem hann innti af hendi hafi verið metinn til eignar í fyrirtækinu. Síðan þá hafi skólinn ekki lagt til meira fé og hlutur hans stöðugt minnkað. „Jú, við hefðum kosið annað eignarhald og að skólinn kæmi kannski með öðrum hætti að málinu,“ segir Björn. Hins vegar sé erfitt að byggja upp nýtt þekkingarfyrirtæki án nokkurrar aðkomu háskóla á Íslandi. Þetta sé því afleiðing þeirra aðstæðna sem fyrirtækinu voru búnar í upphafi.

Einnig er gagnrýnt að íslensk löggjöf um erfðabreyttar lífverur sé úrelt. Tilskipun ESB um erfðabreyttar lífverur frá 2001 hefur enn ekki verið lögfest hér, en frumvarp þess efnis er nú til meðferðar á Alþingi. Björn segir ORF starfa eftir gildandi reglum hverju sinni, en hin nýja tilskipun muni ekki breyta miklu gagnvart fyrirtækinu. Þar sé fyrst og fremst hert á reglum um markaðsleyfi og sett inn stíft áhættumat fyrir veitingu þeirra. Með markaðsleyfum á hann við leyfi til að nota erfðabreyttar plöntur í fóður og matvæli. Það er ekki tilgangurinn hjá ORF, heldur framleiðsla próteina fyrir lyfjagerð og iðnaðarnot.

Þess ber þó að geta að hið nýja frumvarp bætir sérstökum kafla við lög um erfðabreyttar lífverur, sem gerir auknar kröfur til Umhverfisstofnunar um að upplýsa almenning um leyfisveitingar.

Hvað má eiginlega í ESB?

Hér er komið að öðru álitamáli. Sagt er að ESB hafi aldrei leyft útiræktun erfðabreyttra lyfja- eða iðnaðarplantna til framleiðslu fyrir markað. Aðeins ein gerð maísplöntu sé leyfð til slíks, en sjö Evrópulönd hafi nú þegar bannað hana.

Þarna segir Björn að blandað sé saman ólíkum hlutum. Markaðsleyfi séu allt annað en það sem ORF sækist eftir. Á markaðsleyfi sé útsæði plöntunar falt hverjum þeim sem vilji rækta hana til matvælaframleiðslu. Slíkt sé vissulega bannað víða og aðeins leyft með maís í ESB. Hins vegar hafi 104 tilraunaleyfi eins og það sem ORF sækist eftir verið veitt í ESB, þar sem hin nýja tilskipun er í gildi, á þessu ári.

Vefur framkvæmdastjórnar ESB staðfestir þetta. Þar sést að fjöldi leyfa hefur verið veittur á árinu, flest vegna maís en einnig vegna byggs, kartaflna, sykurrófna, bómullar og fleiri tegunda.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameins tilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »

35 milljónir í miðaldarannsóknir

16:30 35 milljónum verður varið árlega næstu fimm árin til rannsókna á íslenskri ritmenningu á miðöldum. Samstarfsyfirlýsing ráðuneyta, Árnastofnunar og Snorrastofu þess efnis var undirrituð í Reykholti í dag. Meira »

Krefjast frávísunar á máli VR

16:02 Fjármálaeftirlitið og Lífeyrissjóður verzlunarmanna fara fram á að máli stéttarfélagsins VR á hendur þeim verði vísað frá, en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi þar sem frávísunarkrafan var lögð fram. Meira »
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....