Fréttaskýring: Grundvallarspurning um mann og náttúru

Helstu hluthafar í ORF Líftækni, sem sótt hefur um leyfi til tilraunaútiræktunar á erfðabreyttu byggi, eru Valiant Fjárfestingar með 25%, Landbúnaðarháskóli Íslands með hátt í 12%, Björn Lárus Örvar og Einar Mäntylä með 5% hvor og svo á fjórða tug minni hluthafa. Búið er að leggja á annan milljarð króna í fyrirtækið og því um miklar upphæðir að tefla. Á sama tíma eru m.a. rannsóknir LbhÍ notaðar til rökstuðnings með umsókninni. Því er spurt, er mark takandi á vísindaráðgjöf hluthafa í sjálfu fyrirtækinu?

Þessa gagnrýni segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF, ósanngjarna og nánast árás á starfsheiður vísindamanna sem komu að rannsóknum LbhÍ. „Þeir hafa engra hagsmuna að gæta og eiga ekkert í fyrirtækinu. Það sem skiptir þá mestu máli er að ekki falli blettur á þeirra fagþekkingu.“ Eignarhluturinn sé þannig tilkominn að við upphaf verkefnisins, árið 2001, hafi það verið framkvæmt á rannsóknarstofu skólans. Sú þjónusta og kostnaður sem hann innti af hendi hafi verið metinn til eignar í fyrirtækinu. Síðan þá hafi skólinn ekki lagt til meira fé og hlutur hans stöðugt minnkað. „Jú, við hefðum kosið annað eignarhald og að skólinn kæmi kannski með öðrum hætti að málinu,“ segir Björn. Hins vegar sé erfitt að byggja upp nýtt þekkingarfyrirtæki án nokkurrar aðkomu háskóla á Íslandi. Þetta sé því afleiðing þeirra aðstæðna sem fyrirtækinu voru búnar í upphafi.

Einnig er gagnrýnt að íslensk löggjöf um erfðabreyttar lífverur sé úrelt. Tilskipun ESB um erfðabreyttar lífverur frá 2001 hefur enn ekki verið lögfest hér, en frumvarp þess efnis er nú til meðferðar á Alþingi. Björn segir ORF starfa eftir gildandi reglum hverju sinni, en hin nýja tilskipun muni ekki breyta miklu gagnvart fyrirtækinu. Þar sé fyrst og fremst hert á reglum um markaðsleyfi og sett inn stíft áhættumat fyrir veitingu þeirra. Með markaðsleyfum á hann við leyfi til að nota erfðabreyttar plöntur í fóður og matvæli. Það er ekki tilgangurinn hjá ORF, heldur framleiðsla próteina fyrir lyfjagerð og iðnaðarnot.

Þess ber þó að geta að hið nýja frumvarp bætir sérstökum kafla við lög um erfðabreyttar lífverur, sem gerir auknar kröfur til Umhverfisstofnunar um að upplýsa almenning um leyfisveitingar.

Hvað má eiginlega í ESB?

Hér er komið að öðru álitamáli. Sagt er að ESB hafi aldrei leyft útiræktun erfðabreyttra lyfja- eða iðnaðarplantna til framleiðslu fyrir markað. Aðeins ein gerð maísplöntu sé leyfð til slíks, en sjö Evrópulönd hafi nú þegar bannað hana.

Þarna segir Björn að blandað sé saman ólíkum hlutum. Markaðsleyfi séu allt annað en það sem ORF sækist eftir. Á markaðsleyfi sé útsæði plöntunar falt hverjum þeim sem vilji rækta hana til matvælaframleiðslu. Slíkt sé vissulega bannað víða og aðeins leyft með maís í ESB. Hins vegar hafi 104 tilraunaleyfi eins og það sem ORF sækist eftir verið veitt í ESB, þar sem hin nýja tilskipun er í gildi, á þessu ári.

Vefur framkvæmdastjórnar ESB staðfestir þetta. Þar sést að fjöldi leyfa hefur verið veittur á árinu, flest vegna maís en einnig vegna byggs, kartaflna, sykurrófna, bómullar og fleiri tegunda.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rekstur HSA enn í járnum

15:55 Rekstur Heilbrigðisstofnunnar Austurlands er enn í járnum, en Ríkisendurskoðun ítrekar þó ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ekki sé hins vegar víst ljóst hvort aðhaldsaðgerðir síðustu ára skili áframhaldandi árangri ef nauðsynlegum fjárfestingum er slegið á frest. Meira »

„Var vinur minn réttdræpur?“

15:45 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »

„Hér er eitthvað sem fer ekki saman“

15:34 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, gerði langtímaatvinnuleysi að umtalsefni á Alþingi í dag og vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 væri mikill munur á stöðu atvinnulausra eftir aldri. Meira »

DNA úr beinunum á leið til Svíþjóðar

15:13 „Við fáum beiðni um að greina þetta þá eru tekin úr þessu DNA sýni til rannsóknar. Þau eru send út til Svíþjóðar og það tekur yfirleitt þrjár vikur að fá niðurstöður,“ segir Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, sem hefur til rannsóknar líkamsleifarnar sem fundust á botni Faxaflóa. Meira »

Unnið að auknu öryggi á geðsviði

15:10 Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir að tillögur um sjálfsvígsforvarnir væntanlegar á næstu vikum. Svandís tekur fram að tillögur starshóps um málið feli í sér aðgerðir sem „eru byggðar á reynslu nágrannaþjóða Íslendinga af árangursríkum sjálfsvígsforvörnum.“ Meira »

Lögðu krans á leiði Birnu

15:02 Skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrir skömmu leggja krans á leiði Birnu Brjánsdóttur. Vildu skipverjarnir með þessu minnast þess að rúmt ár er frá láti Birnu. Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »

Styrmir skýtur á flokksforystuna

12:29 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir á vefsíðu sinni að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé það ljóst að flokkurinn telji sig ekkert eiga ósagt við þjóðina um ástæður hrunsins og sjái heldur ekki ástæðu til að ræða fylgistap sitt innan eigin raða. Meira »

Elfa Dögg leiðir í Hafnafirði

12:26 Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi. Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, verður oddviti listans. Meira »

„Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“

11:55 „Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“ Meira »

Flestir íslenskir vegir einnar stjörnu

11:30 Samkvæmt EuroRAP öryggismatinu er mörgu ábótavant í íslenska vegakerfinu. Í dag var opnað fyrir nýjan gagnagrunn sem geymir stjörnugjöf fyrir 4.200 kílómetra vegakerfisins á Íslandi og upplýsingar um þær framkvæmdir sem mælt er með að ráðast í, hvað þær kosta og hverju þær skila í minni slysatíðni. Meira »

Líta málið alvarlegum augum

12:08 Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands var í viðtali í þættinum Ísland vaknar í morgun til að ræða þá stöðu sem komin er upp á milli Breta og Rússa eftir að Bretar sökuðum Rússa um að hafa fyrirskipað morðið á gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Juliu, dóttur hans í Bretlandi í síðustu viku. Meira »

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

11:34 Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn og hefur því verið efnt til málþings. „Við leggjum áherslu á hvað hamingja er, það er ekki að vera brosandi allan sólarhringinn. Heldur að geta tekist á við áskoranir daglegs lífs og fara í gegnum erfiðleika á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Meira »

Biblían komin á íslensku í snjallforriti

11:07 Biblían á íslensku var gerð aðgengileg í liðinni viku á Biblíusnjallforritinu The Bible App sem YouVersion stendur að.  Meira »
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...