Fjórir sóttu um Útlendingastofnun

Fjórar umsóknir bárust um embætti forstjóra Útlendingastofnunar sem laust er til setningar í sex mánuði, en umsóknarfrestur rann út 16. júní.

Dóms- og kirkjumálaráðherra setur í embættið frá og með 1. júlí 2009, til og með 31. desember 2009, vegna framlengds leyfis skipaðs forstjóra til næstu áramóta.

Umsækjendur eru, Elín Jónsdóttir, lögfræðingur, Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur, Jóhann Baldursson, lögfræðingur og Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert