Bónus opnar verslun í Klaksvík

Klaksvíkingar geta nú verslað í Bónus
Klaksvíkingar geta nú verslað í Bónus Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Á miðvikudagsmorgun síðastliðin var dyrum nýrrar Bónus-verslunar í  Klaksvík í Færeyjum lokið upp í fyrsta sinn. Er þetta fimmta verslun keðjunnar í Færeyjum. Þetta segir á færeyska fréttavefnum portal.fo.

Lengi hafði staðið til opna Bónus-verslun í Klakvík. Niels Mortensen, yfirmaður Bónuss í Færeyjum, segir hugmyndina hafa kviknað fyrir um þremur árum síðan.

Í fyrra fóru hjólin svo að snúast. Aðeins tveimur vikum eftir að sótt var um byggingarleyfi var það veitt og framkvæmdir hófust í janúar. Teiknistofa Magnus Hansens hannaði hús verslunarinnar og Norðhús sáu um byggingu þess.

Festa má kaup á um 5000 vörum í nýju versluninni í Klaksvík

Niels Mortensen um nýggja Bónus

mbl.is

Bloggað um fréttina