Húsleitir í máli Hannesar lögmætar

Hannes Smárason
Hannes Smárason mbl.is/Golli

Húsleitir efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og haldlagning á gögnum í tengslum við rannsókn á meintum hegningarlagabrotum Hannesar Smárasonar kaupsýslumanns, var lögmæt, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Dómurinn staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur en Hannes Smárason kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra framkvæmdi húsleit 3. júní sl. á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2009 í húsnæði lögmannsstofunnar Logos og í tveimur fasteignum í eigu Hannesar Smárasonar kaupsýslumanns, að Fjölnisvegi 9 og Fjölnisvegi 11 og lagði hald á ýmis gögn.

Leitin var gerð í því skyni að finna og haldleggja skjalleg sönnunargögn sem og rafræn gögn sem aðgengileg eru á leitarstöðum hvar svo sem þau kunna að vera varðveitt, og haldleggja muni sem þar kunna að finnast og tengjast rannsókn á meintum brotum Hannesar Smárasonar.

Um er að ræða meint auðgunarbrot vegna viðskipta FL Group hf., (nú Stoða hf.) tengd flugfélaginu Sterling Airlines A/S og meint brot gegn hlutafélagalögum. Umrædd brot séu talin hafa átt sér stað á árinu 2005. Auk þess hefur efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra til frekari rannsóknar meint skattalagabrot, sem kærð voru til embættisins þann 11. maí 2009 af skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kæruna má rekja til rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins á félaginu FL Group hf.

Hannes Smárason kærði húsleitina og krafðist viðurkenningar á því að húsleitirnar hefðu verið ólögmætar. Þá krafðist hann þess að efnahagsbrotadeildinni yrði gert að skila tafarlaust öllum gögnum sem hald hafði verið lagt á í áðurnefndum húsleitum, að efnahagsbrotadeildinni væri óheimilt að kynna sér þau og yrði gert að eyða öllum afritum af þeim sem kynnu að hafa verið vistuð á tölvum efnahagsbrotadeildar.

Hannes Smárason byggði í kæru sinni einnig á því að hald hefði verið lagt á gögn í húsnæði Logos sem vörðuðu aðra viðskiptamenn stofunnar en Hannes sjálfan og fyrirtæki hans.

Héraðsdómur taldi húsleitirnar og haldlagningu gagna lögmæta og kærði Hannes úrskurðinn til Hæstaréttar.

Í niðurstöðu dóms Hæstaréttar segir að fyrir hafi legið að Hannes væri grunaður um refsiverða háttsemi. Skilyrði fyrir því að leggja hald á gögn hjá Hannesi og lögmanni hans 3. júní 2009 hefðu því verið uppfyllt. Þá hefði Hannes ekki við meðferð málsins gert sérstakar kröfur sem beint hefði verið að tilteknum gögnum sem hald var lagt á 3. júní 2009 umfram það sem hann teldi að hefði verið heimilað með dómsúrskurðinum 2. júní 2009, heldur látið við það sitja að beina kröfum sínum að öllum hinum haldlögðu gögnum. Það væri ekki hlutverk dómstóla að laga kröfur hans að málatilbúnaði hans að þessu leyti. Þá var talið að Hannes Smárason gæti ekki átt aðild að kröfu um skil og meðferð á gögnum sem snertu viðskipti lögmanns hans við aðra viðskiptavini en Hannes sjálfan.

Í yfirlýsingu sem Hannes Smárason sendi frá sér í lok júní, segist hann hafa lagt sig fram um að fylgja þeim lögum og reglum, sem viðskiptalífinu hafi verið sett. Segist Hannes sannfærður um, að niðurstaða á rannsókn á gerðum hans verði sú að engin lög eða reglur hafi verið brotin.

Dómur Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bragi næsti stórmeistari í skák

18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Ukulele
...
flottur furu hornskápur ódýr
er með flottan furu hornskáp á 25,000.kr sími 869-2798...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...