Fréttaskýring: Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið

Þeir sem vilja rukka okkur leita til dómstóls hér á ...
Þeir sem vilja rukka okkur leita til dómstóls hér á landi, sagði Davíð Oddsson í viðtali við Morgunblaðið. Ríkið á ekki að borga að óþörfu. mbl.is/Golli

Hvergi er minnst á ríkisábyrgð í skýrslu um innstæðutryggingakerfi sem unnin var undir stjórn Jean-Claude Trichet, núverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópu.

Skýrslan var unnin árið 2000 þegar Trichet var bankastjóri franska seðlabankans, og er hún aðgengileg á vef Banque France, franska seðlabankans. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, vísaði til skýrslunnar í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag, og hefur Tómas I. Olrich, sendiherra í Frakklandi, staðfest að hafa sent eintak af þessari skýrslu til utanríkisráðuneytisins.

Í skýrslunni segir raunar að reglum Evrópusambandsins um innstæðutryggingar, sem Íslendingar innleiddu á grundvelli EES-samningsins, sé alls ekki ætlað að eiga við kerfislægt bankahrun. Innstæðutryggingakerfið hafi heldur ekki burði til slíks. Til þess þurfi að beita öðrum aðgerðum, sem hljóti að falla inn á verksvið annarra hluta „öryggisnetsins“, svo sem seðlabanka eða stjórnvalda viðkomandi ríkis.

Meiriháttar veikleiki

Hvort eða hvernig þessir aðilar skulu bregðast við er hins vegar ósagt látið. Viðbrögð stjórnvalda eða hvers kyns björgunaraðgerðir vegna hruns, eins og þess sem hér hefur orðið, er ekki innan rammans sem reglurnar fjalla um.

Fjármálakreppan sem þjakar nú heimsbyggðina „hefur sýnt að núverandi fyrirkomulag innstæðutryggingakerfa í aðildarríkjum var meiriháttar veikleiki í bankaregluverki Evrópusambandsins“. Þetta segir í skýrslu sem unnin var undir stjórn Jacques de Larosiere fyrir framkvæmdastjórn ESB og kom út nú í febrúar.

Þar segir ennfremur að þrátt fyrir að nú liggi fyrir tillaga til að bæta þetta fyrirkomulag, sé enn óleyst hvað skuli taka til bragðs ef innstæðutryggingakerfið stendur ekki undir skuldbindingunum líkt og gerst hefur á Íslandi.

Fórnarlamb gloppu í kerfinu

Af hálfu sérfræðinga Evrópusambandsins virðist því ljóst að gloppa er í kerfinu og að íslenska ríkið er fórnarlamb þeirrar óvissu sem gloppan skapar. Því má spyrja hvort yfir höfuð eigi við að vísa til evrópska innstæðutryggingakerfisins þegar tala eða semja á um glötuð innlán í íslenskum bankastofnunum.

Íslensk stjórnvöld hafa hingað til hafnað því að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla til að skera úr um hvort ábyrgðin skuli vera á þeirra herðum, m.a. á þeim forsendum að viðsemjendur, stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi, taki það ekki í mál. Allmargir lögfræðingar sem og aðrir landsmenn hafa mótmælt þessari afstöðu frá upphafi og má byggja þau að mörgu leyti á þessari spurningu:

Ef innstæðutryggingasjóðurinn á ekki við í tilviki bankahruns, hver annar en dómstóll getur þá sagt til um hvort íslenska ríkið eigi að borga Icesave-skuldirnar eður ei?

S&S

Um hvað snúast innstæðutryggingarnar?

Tilskipun ESB um að tryggja innstæður í bönkum er frá árinu 1999. Hún á að tryggja fjárhagslegan stöðugleika og sjá til þess að innstæðueigendur tapi ekki óheyrilegum fjárhæðum þótt fjármálastofnun þurfi að loka.

Hvernig tengjast þær Icesave-skuldunum?

Þar sem fjártjón Hollendinga og Breta vegna Icesave er hluti af kerfislægu hruni íslensku bankanna, má ætla að tilskipunin um innstæðutryggingar eigi ekki við, ljóst þykir að það kerfi ráði ekki við allsherjarhrun. Þetta kemur fram í skýrslum Trichet og de Larosiere, sem báðar eru opinberar og aðgengilegar á vefnum.

Hví þá að borga?

Íslensk stjórnvöld hafa hafnað dómstólaleiðinni en óljóst er af hverju „við“ ættum að borga. Allmargir lögfræðingar mótmæla þessari afstöðu, nauðsynlegt sé að skera fyrst úr um hvort ríkið sé greiðsluskylt eður ei.

Innlent »

Freyja aðstoðar Loga

10:39 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Meira »

Tímabært að bjóða alvöru valkost

10:38 „Viðræðuferlið hefur gengið ótrúlega vel. Ég held að fólkið sem kom sér saman að um leita þessarar leiðar, að bjóða fram sameiginlegt framboð, sé meira og minna allt á sömu línunni hvað það er sem brennur á í Garðabæ,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir hjá Viðreisn. Meira »

Miði er möguleiki

09:52 Fyrir þá sem ekki fengu miða á Ísland Argentína þá er reyndar enn möguleiki. Það er reyndar háð því að maður eigi barn sem fæddist á árunum 2004-2007. Meira »

Rómantík í rafmagnsleysi

09:30 Þau komu víða við í morgunspjallinu í Ísland vaknar, enda nývöknuð eins og við flest. Töluvert var rætt um snúrur og hvað ætti að gera við gamlar loftnetssnúrur og hvað hefði orðið um DVD-spilara okkar. Meira »

Húsin standa á súlum

09:18 Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Meira »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...