Stungin af flugu í hálsinn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sótti í dag konu í Brynjudal í Hvalfirði um kl. 14.00. Konan hafði verið stungin af flugu eða öðru skordýri í hálsinn. Í kjölfarið bólgnaði hún upp og fann fyrir öndunarörðugleikum. Konan var úr alfaraleið og var farið á fjallabíl og sexhjóli að sækja hana.

Konan var flutt á slysadeild til aðhlynningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert