Vann 46 milljónir í Lottó

Einn var með allar tölur réttar í laugardagslottóinu. Vinningurinn var sexfaldur og hlýtur hinn heppni rúmlega 46,6 milljónir króna.

Tölur kvöldsins voru 8 - 23 - 28 - 36 - 37 og bónustalan 32.

Fyrsti vinningur var 46.632.048 krónur og var lukkumiðinn keyptur í verslun N1 í Hafnarfirði.

Tveir voru með 4 tölur réttar og bónustölu og fá 314.680 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina