Peningafalsarar á sveimi

Peningafalsarar eru á kreiki og reyna þeir að lauma inn …
Peningafalsarar eru á kreiki og reyna þeir að lauma inn fölsuðum seðlum þegar mikið er að gera í verslunum. Mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Lögregla höfuðborgarsvæðisins rannsakar nú peningafals en undanfarnar vikur hefur lögreglunni borist nokkur fjöldi tilkynninga þess efnis að fölsuðum peningaseðlum hafi verið framvísað í verslunum.

Nokkrar tilkynningar bárust lögreglunni í dag, þá aðallega frá Mosfellsbæ og Grafarvogi. Málið er í rannsókn og mun lögreglan meðal annars fara yfir upptökur öryggismyndavéla í viðkomandi verslunum. Venjulega hefur verið greitt með seðlunum þegar mikið er að gera.


mbl.is

Bloggað um fréttina