Kommar, íhald og guðsmenn

Gunnar Þorsteinsson í Krossinum studdist við Rauða kverið eftir Maó  á sínum yngri árum en tók síðar ástfóstri við Biblíuna eins og allir vita. Hann tók þátt í mótmælum á Austurvelli í gær gegn Icesave-samningnum ásamt miklu fjölmenni  fólks en fjölbreytilegri mótmælafundir eru eflaust vandfundnir.

Það eru ekki margir mótmælafundir þar sem Gunnar í Krossinum, Davíð Oddsson og frægustu róttæklingar bæjarins mótmæla saman. Mómtælendur komu úr öllum áttum að þessu sinni  og ekki laust við að þeir gæfu hverjir öðrum hornauga.

,,Þetta er nýja mótmæla-átfittið,"  sagði Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og benti á hóp lögfræðinga og fasteignasala sem tvístigu í glansandi jakkafötum með bindið reyrt upp í háls.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að samstaða ólíkra hópa tali sínu máli. Þarna hafi  harðir kommúnistar staðið við hlið mikilla íhaldsmanna og allt þar á milli. Þau skilaboð hljóti að ná til þingmanna. Þeir þori kannski að taka af skarið ef öll þjóðin standi við bakið á þeim.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka