Skiptastjóri þrotabús ÍA kannar meinta mismunun

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson Ásdís Ásgeirsdóttir

Friðjón ÖRN Friðjónsson, skiptastjóri þrotabús Íslenskrar afþreyingar, segist ætla að kanna það sjálfstætt hvort kröfuhöfum Íslenskrar afþreyingar hafi verið mismunað þegar fjölmiðlahluti 365 miðla, sem á m.a. Fréttablaðið, Bylgjuna og Stöð 2, var seldur frá félaginu til Rauðsólar ehf. í nóvember á síðasta ári.

Að sögn Friðjóns hafa ekki borist formlegar kvartanir af hálfu kröfuhafa þrotabúsins, en málið sé í athugun. „Ég mun athuga þetta sérstaklega og sjálfstætt,“ segir hann.

Rauðsól, sem heitir í dag Sýn ehf. og er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, keypti 365 miðla í nóvember á síðasta ári og var kaupverðið 5,9 milljarðar króna. Samsetning kaupverðs var þannig að Rauðsól reiddi fram 1,5 milljarða króna í lausu fé og tók yfir skuldir upp á 4,4 milljarða.

Eftir söluna á 365 miðlum voru félögin Sena og EFG ehf. eftir í Íslenskri afþreyingu. Öll hlutabréf í Senu voru seld til Garðarshólma í mars sl., en Sena rekur verslanir Skífunnar og kvikmyndahúsin Smárabíó, Háskólabíó, Regnbogann og Borgarbíó, Akureyri. Fyrir gjaldþrot Íslenskrar afþreyingar í júní sl. var einnig búið að selja EFG ehf., sem á Saga Film og önnur norræn félög í auglýsingaframleiðslu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »