Føroya Bjór nú fáanlegur hér

Færeyski bjórinn Føroya Bjór er nú fáanlegar hér á landi. Segir fyrirtækið að það hafi fylgst náið með íslenska markaðnum frá því fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja var gerður árið 2007 og sé nú að opna skrifstofu í Reykjanesbæ á Íslandi.

Fram kemur í tilkynningu frá Føroya Bjór, að þær sex kjarnategundir, sem fyrirtækið framleiðir, verði fáanlegar hér á landi.  Þá sé verið að þýða heimasíðu fyrirtækisins á Íslandi.

Ölgerðin Føroya Bjór var stofnuð 1888 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan. Einar Waag er nú eigandi og forstjóri fyrirtækisins, sem framleiðir bæði bjór og gosdrykki.

mbl.is

Bloggað um fréttina