Örfá framhaldsskólasæti laus

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi.
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. mbl.is/Sverrir

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2009 er nú lokið, samkvæmt því sem fram kemur á vef menntamálaráðuneytisins.

Þar segir að innritunin hafi  að þessu sinni verið óvenjuleg af ýmsum sökum. Í fyrsta lagi hafi  óvenjumargir nemendur verið í framhaldsskólum í vor vegna mikillar innritunar á vorönn 2009. Í öðru lagi hafi meira en 96% nemenda úr 10. bekk sótt um skólavist og í þriðja lagi hafi reynt á lagaákvæði um fræðsluskyldu allra barna innan átján ára aldurs.

Aðsókn í einstaka skóla var misjöfn og fengu margir nemendur því inni í öðrum skólum en þeir vildu helst. Öllum ólögráða nemendum hefur þó verið boðin skólavist og hafa langflestir þeirra þegið skólavist þar sem þeim var boðið að stunda nám.

Allir skólar á höfuðborgarsvæðinu eru fullsetnir en örfá sæti eru laus í framhaldsskólum á landsbyggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert