Greiðslubyrði aftur fyrir hrun

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra mbl.is

Greiðslubyrði lána verður færð aftur fyrir hrun, að því er fram kemur á visir.is. Það sem eftir stendur af lánum að lánstíma loknum verður afskrifað, samkvæmt aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag að ríkisstjórnin muni kynna aðgerðir til stuðnings skuldugum heimilum. Ráðherrann sagði tillögurnar taka mið af hagsmunum fólks og fjölskyldna en ekki hagsmunum fjármálastofnana og kröfueigenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert