Lýsir stuðningi við ákvörðun biskups

Selfosskirkja
Selfosskirkja Ómar Óskarsson

„Ég vil lýsa stuðningi við ákvörðun biskups um að sr. Gunnar Björnsson snúi ekki til baka til starfa við Selfosskirkju. Sem safnaðarbarn hér frá fæðingu er mér nóg boðið, þó er ég seinþreytt til vandræða eins og þeir sem mig þekkja geta borið vitni um,“ segir í tölvupósti sem Sigrún Guðmundsdóttir sendi í gær á skrifstofu biskups með afriti á Selfosskirkju.

Í bréfi sínu segist Sigrún með þessum orðum sínum ekki taka dómsmálsins þar sem því sé lokið og komi afstöðu hennar ekki við.

„Ákvörðun biskups hefur verið tekin að vel ígrunduðu máli og hlýtur að standa. Vona ég svo sannarlega að ekki verði farið að ýfa enn frekar upp óeiningu innan safnaðarins með því að halda áfram með málið - á Alþingi eða annarsstaðar - slíkt yrði einungis til að Kirkjan sem sameiningarstofnun og skjól fyrir íbúa þessa hrjáða lands myndi setja niður enn frekar en orðið er.

Við þurfum á kirkjunni að halda á þessum síðustu og verstu tímum. Sr. Óskar hefur staðið sig vel í að byggja hér upp gott safnaðarstarf, ásamt góðu starfsfólki Selfosskirkju. Það væri mjög miður ef það góða starf yrði rifið niður í einu vettvangi með því að hann yrði flæmdur í burtu Gunnar kæmi aftur.

Það er erfitt að skilja af hvaða hvötum þessi fundur í gærkvöldi [þ.e. fundur sem séra Gunnar og stuðningsmenn hans boðuðu til á Hótel Selfossi] var haldinn og ber að taka varlega einhverjar ályktanir sem fundurinn  gerði. Þrátt fyrir að "á annað hundrað manns" hafi sótt þennan fund  segir það ekki að það sé  þverskurður af söfnuðinum, þvert á móti hafa þarna mætt stuðningsmenn fyrrverandi sóknarprests og safnað liði. Til að mynda höfðu þarna framsögu, skv. fréttum á mbl.is, einstaklingar  sem eru ekki í söfnuðinum, jafnvel ekki íbúar byggðarlagsins  og geta því alls ekki gert ályktanir nema þá í þágu einstaklingsins sem um er rætt.

Það á ekki að eyða tíma og kröftum Alþingis eða dómstóla í þessi mál frekar en orðið er. Þetta snýst ekki um það.

Söfnuður Selfosskirkju á betra skilið en meiri erjur og ófrið af völdum fyrrverandi sóknarprests og hans söfnuðar.

Megi friður ríkja framvegis,“ skrifa Sigrún í bréfi sínu.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka